fimmtudagur, maí 22, 2003

Bíógagnrýni

Maður er bara alltaf í bíó núna. Fór einn í bíó um daginn, og var það í fyrsta skipti á minni 24,37 ára löngu ævi. Í dag var komið að kellingabíó. Harpa vildi sjá myndina “Hvernig á að missa gæja á 10 dögum”.

Jújú, ég fór með. Hafði reyndar heyrt að þetta væri ekki svo slæmt. Ekki skemmdi heldur að Kate Hudson var þarna. Hún er alveg megaflott gella. Sá hana held ég fyrst í myndinni Almost Famous. Það er góð mynd. Downloadaði Elton John lagi eftir að hafa séð myndina. Hélt ég myndi aldrei gera það. En ‘Tiny Dancer’ er bara helvíti góð ballaða. Aftur að myndinni.

Dómur. Ég hló nokkrum sinnum, eiginlega bara oft. Það er gott að segja hahaha. Samt var þetta ekkert hóhóhó eða hehehe. Ég verð líklega búinn að gleyma þessari mynd þegar ég vakna á morgun, ekki það að ég sé gullfiskur, meira bara að handritið hafi verið froða. Það vakti líka athygli mína að fröken Hudson hefur engar svalir. Hvar eru svalirnar segi ég? Matthew McTexaco er örugglega ágætur líka þó ég hafi aldrei fílað gæjann, ætli hann sé nokkuð mín týpa? Stjörnur? Segjum 68*/100*. Það er pottþétt D+.

Hagnaðurinn