föstudagur, maí 23, 2003

Var að skauta um himingeima internetsins núna rétt í þessu. Fór ekki eins og ég hafði gert ráð fyrir. Það er ekki nógu gott að hafa upphafssíðuna sína erlenda. Þannig er nefnilega með mig. Ég er með my.yahoo.com sem upphafssíðu og þar er svona entertainment news. Stóð ekki þar skýrum stöfum hver vann American Idol. Ég ætla samt ekki að segja ykkur, enda þá ekkert gaman að horfa.

Ég ætla að grilla í kvöld og horfa. Kannski ég drekki rauðvín með. Það gæti orðið gaman. Svo bara Úthlíð á morgun. Hvað er það?

Hagnaðurinn