föstudagur, maí 23, 2003

Múha Múha Múha

Nú er gaman og Hagnaðurinn í s-inu sínu. Var að koma úr golfi. Fór í Bakkakot í Mosfellsdal ásamt Birgi Sverrissyni, oft kallaður Bak-maðurinn. Það var gaman. Fórum klukkan 19:00 svo þetta var eins konar nörragolf á föstudagskvöldi.

Spilaðar voru 18 holur og það er skemmst frá því að segja að aldrei hef ég spilað betur hér á klakanum né annars staðar. Byrjaði reyndar að spila eins og ég er vanur, og fór fyrri 9 á 49 höggum, en svo kom ég sterkur inn á seinni 9 og spilaði á 40 höggum. Geri aðrir betur. Já, líklega gera aðrir betur. En hitt er annað mál að aldrei hef ég spilað á svo fáum höggum. 89 !!! Held ég hafi aldrei farið undir 100 áður. Bæting smæting, framfarir samfarir. Þess má samt geta að Birgir spilaði á 86 höggum og vann mig !!!

Svo er það bara Úthlíð á morgun. Síðan Eurovision party/ammæli/útskrift um kvöldið. Mér skilst á mér vitrari mönnum að það verði tekið all hressilega á því. Meira um það síðar.

Hagnaðurinn