Veitingastaður prófaður
Ég var svangur áðan eins og svo oft áður. Nennti ég þó ekki að elda, eins og stundum. Var því ákveðið að skella sér út að eta. Maccarinn... nei !!! Neðanjarðarlest... nei !!! Við Harpa tókum áhættu, vorum villt og fórum á Old West.
Staðurinn. Old West er svona Ruby Tuesday/American Style/Þakka Guði að það er föstudagur staður. Staðurinn er á laugarvegi, þar sem sjónvarpið var áður til húsa. Þetta er einn af þessum stöðum sem virka ekki heillandi utan frá. Engin neon skilti og ekkert sem dregur mann að. Ástæðan að ég vildi fara þangað er að Dr. Gunni talaði aðeins um þennan stað í útvarpsþættinum Zombie. Var hans umfjöllun nokkuð jákvæð. Ég vill treysta fólki sem er með Dr. framan við nafnið sitt.
Þegar inn var komið þá var þetta nokkuð skemmtilegur staður. Eins og nafn staðarins getur til kynna þá var þetta svona country staður. Shania Twain var í spilaranum. Kúrekastígvél, hnakkar og eitthvað svona dót hékk á veggjunum. Nokkuð kúl en ekki alveg nógu gott. Þetta var of mikið feik. Það var eiginlega of hreint þarna inni til að maður var að kaupa þetta. Veit ekki hvort það er gott eða slæmt. Væntanlega gott.... þetta er jú veitingastaður. Þjónusta á staðnum var til mikillar fyrirmyndar, enda eiginlega ekki annað hægt þar sem eiginlega ekkert var að gera, kannski setið á 3 borðum af svona 20.
Maturinn. Sammála Doktornum að matseðilinn er afar óheillandi, aðeins eitt A4 blað, engar myndir. Verðið er sanngjarnt, svipað og stællinn. Frí áfylling á gos. Pepsi, ekki kók. Fékk mér BBQ borgara. Klassa borgari, fínar fröllur. Náði ekki að klára matinn, og er það gott.
Niðurstaða. Ég mæli eindregið með að fólk prófi þennan stað. Hættum að fara alltaf á Stælinn og KFC og prófum eitthvað nýtt. Sýnum í verki að við fílum öll country innst inni.
Ég var svangur áðan eins og svo oft áður. Nennti ég þó ekki að elda, eins og stundum. Var því ákveðið að skella sér út að eta. Maccarinn... nei !!! Neðanjarðarlest... nei !!! Við Harpa tókum áhættu, vorum villt og fórum á Old West.
Staðurinn. Old West er svona Ruby Tuesday/American Style/Þakka Guði að það er föstudagur staður. Staðurinn er á laugarvegi, þar sem sjónvarpið var áður til húsa. Þetta er einn af þessum stöðum sem virka ekki heillandi utan frá. Engin neon skilti og ekkert sem dregur mann að. Ástæðan að ég vildi fara þangað er að Dr. Gunni talaði aðeins um þennan stað í útvarpsþættinum Zombie. Var hans umfjöllun nokkuð jákvæð. Ég vill treysta fólki sem er með Dr. framan við nafnið sitt.
Þegar inn var komið þá var þetta nokkuð skemmtilegur staður. Eins og nafn staðarins getur til kynna þá var þetta svona country staður. Shania Twain var í spilaranum. Kúrekastígvél, hnakkar og eitthvað svona dót hékk á veggjunum. Nokkuð kúl en ekki alveg nógu gott. Þetta var of mikið feik. Það var eiginlega of hreint þarna inni til að maður var að kaupa þetta. Veit ekki hvort það er gott eða slæmt. Væntanlega gott.... þetta er jú veitingastaður. Þjónusta á staðnum var til mikillar fyrirmyndar, enda eiginlega ekki annað hægt þar sem eiginlega ekkert var að gera, kannski setið á 3 borðum af svona 20.
Maturinn. Sammála Doktornum að matseðilinn er afar óheillandi, aðeins eitt A4 blað, engar myndir. Verðið er sanngjarnt, svipað og stællinn. Frí áfylling á gos. Pepsi, ekki kók. Fékk mér BBQ borgara. Klassa borgari, fínar fröllur. Náði ekki að klára matinn, og er það gott.
Niðurstaða. Ég mæli eindregið með að fólk prófi þennan stað. Hættum að fara alltaf á Stælinn og KFC og prófum eitthvað nýtt. Sýnum í verki að við fílum öll country innst inni.
<< Home