sunnudagur, maí 18, 2003

Jæja jæja...

Þá er maður bara kominn heim frá Ameríkunni. Afar hressandi ferð þangað og til fyrirmyndar mjög. Var margt gert sér til gamans, en aðallega drukkið bjór og spilað golf... sem var einmitt planið áður en við fórum.

Er aftur byrjaður að vinna hjá Castró. Það er ekki hressandi en þó skömminni skárra en helvítis byggingavinnan. Þvílíkur viðbjóður það var. Það er hálfgert best-of lið að vinna þarna með mig sjálfan og Bjarna Þór fremsta í flokki með alls 14 ára reynslu. Life is sad.

Fór í leikhús í gær. Sá Rómeó og Júlíu. Frændi Hörpu leikur í þessi riti. Þetta var voða skemmtilegt og svona en ég var ekki alveg að ná söguþræðinum fyrsta hálftímann. Hef aldrei lesið Sjeikspír og geri ekki ráð fyrir að gera það. Samt fín skemmtun.

Svo er bara Matrix á eftir. Búinn að sjá úr henni og á von á algerri bombu. Bje o bje u.

Fleira er það ekki að sinni. Formúlan að fara að byrja. Nenni ekki að horfa. Ætla frekar að tala við Betty vinkonu mína og sjá hvernig Crocker hefur það.

Auf wiedersehen.

Hagnaðurinn