laugardagur, maí 31, 2003

Golf og allt að gerast að venju

Eftir erfiða baráttu við veikindi og matareitrun fór Hagnaðurinn ásamt Birgi Sverrissyni í golf. Spilað var að Flúðum. Það er útí sveit fyrir þá sem ekki vita. Það var töluverð tilhlökkun að spila á þessum 18 holu velli og veðrið var með ágætum. Þá var eilítil gola, jafnvel kaldi, fór svo uppí stinningskalda í kviðum.

Hvað um það. Eins og svo oft var ég með yfirlýsingar fyrir þessa golfferð. Ég ætlaði að vinna og spila á 80 höggum. Hafði kannski ofmetnast dáldið eftir vasklega framgöngu vikuna áður á Bakkakotsvelli. Jafnt var að loknum 9 holum. Báðir spilarar höfðu notað 41 högg. ‘Það verða gæði og spenna á seinni níu. Aðallega gæði, því ég ætla að rústa þér’ sagði ég við þessi tímamót. Gekk samt ekki alveg eftir og voru notuð soldið fleiri högg á seinni 9, en til að gera langa sögu stutta þá bar ég sigurorð af Birgi með 2 höggum og standa leikar okkar nú 1-1.

Þá er endanlega búið að flauta Danmerkur-ferð af. Flaut flaut. Harpa mun skrá sig í félagsráðgjöf í Háskóla Íslands. Við þessi tímamót var ákveðið að panta sér ferð til Spánar. Já, hér gerast hlutirnir hratt. Farið verður til einhverrar strandar nálægt Benidorm. Gist verður á einhverju svaka flottu hóteli. Gæti orðið gaman. Já, maður er hnakki.

Hagnaðurinn