Ýmislegt er að gerast í músík...
Alveg finnst mér Internetið frábært. Reglulega fæ ég köst og fer inná Kazaa og hrúga niður diskum og lögum. Hérna er það helsta sem ég hef verið að ná mér í:
1) Eva Cassidy - Imagine. Nýverið náði ég mér í annan disk með henni Evu, sem heitir Songbird. Hef ég hlustað soldið á hann og finnst hann bara góður. Er hann í rólegri kantinum og má nota við ýmis tilefni. Ég hef ekki mikið hlustað á þennan nýja disk, en það sem ég hef heyrt er nokkuð gott... á svipuðum nótum og hinn diskurinn. Titillagið er náttúrulega gamal John Lennon perlan Imagine. Ferst henni það lag ágætlega úr hendi. En John heitinn var nú betri... oftast er nú originallinn betri.
2) Godspeed You Black Emperor - f#a#[infinity]. Þessi hljómsveit er ansi mögnuð, svo ekki verður meira sagt. Á þessum diski eru 3 lög ! Síðasta lagið er tæpar 30 mínútur á lengd. Þessir gæjar spiluðu á Klakanum á vormánuðum og var það víst alveg geðveikt.
Hér er smá umfjöllun frá Bjarna Þór Péturssyni Framara, sem einmitt var staddur á þessum tónleikum:
Minn kæri Che!!!
Þá er ég vaknaður upp úr dái, sæludái síðan 13.mars þegar Godspeed komu hingað sennilega besta tónleikaband í heiminum þvílíkur kraftur og trommuleikararnir skiptust á að taka sóló og spila saman þannig að útkoman var einhver 8-9 popsong, mjög fyndið reyndar að þegar þeir skiptu og þurftu ekki að spila saman þá fór hinn alltaf bakvið að fá sér að drekka og eitthvað en í eitt skiptið þá kom trmmuleikarinn upp á aðra hæð í íslensku óperunni og hallaði sér að handriðinu og hver sat hinumegin við handriðið heldur en undirritaður og þarna horfði hann á sína hljómsveit í svona 7-8 mín en fór síðan og tók trommusóló. Þetta var náttúrulega geðveikt og eftir tónleikana hætti fólk ekki að klappa fyrr en þeir komu aftur upp á svið, ég stóð örugglega í 10 mín og klappaði alveg þangað til hljómsveitin tók eitt lokalag sem var örugglega 15-25 mín að lengd, og ég held að þeir hafi neyðst til þess að spila en ekki verið með einhverja stjörnustæla því að fólkið hefði ekki farið nema fá lokalag og hefðu eflaust gist í óperunni þar sem hljómsveitin spilaði líka þá.
Ég átti áður að ég held nýjasta diskinn þeirra sem er tvöfaldur, og var hann mikil snilld... keypti ég hann eftir að hafa lesið dóm í Undirtónum. Þessi diskur er svipaður og sá diskur finnst mér. Ég get eiginlega ekki lýst því hvernig tónlist þetta er. Þeim hefur verið líkt við Sigurrós og öfugt. Harpa kann ekki að meta þessa tónlist ef það segir eitthvað.... hugsanlega vegna þess að það tekur soldinn tíma að melta þetta. Hehehehehe
3) Sigurros- ( ). Þá er biðin á enda. En samt ekki. Ég var búinn að heyra flest þessi lög á tónleikum. Svo átti ég þau öll á tölvutæku formi. Þannig að það er eiginlega ekkert sem kemur á óvart hér. En ég ætla samt að kaupa mér gripinn. Veit í rauninni ekki af hverju. Kannski bara til að styrkja misskilda listamenn, grænmetisætur, sjónskerta og samkynhneigða.
Aðrir diskar sem ég hef náð í en ekki haft tíma til að hlusta á eru eftirtaldir:
--- Queens of the Stone Age – Songs for the Deaf
--- Bob Dylan – Love and Theft
--- Janis Joplin – Pearl
--- Tenacious D – Tenacious D
--- The Flaming Lips – A Soft Bulletin
Það mun koma umfjöllun um þessa diska við gott tækifæri. Höldum hressleikanum uppi. Styðjum tónlistarmenn.
Hagnaðurinn
Alveg finnst mér Internetið frábært. Reglulega fæ ég köst og fer inná Kazaa og hrúga niður diskum og lögum. Hérna er það helsta sem ég hef verið að ná mér í:
1) Eva Cassidy - Imagine. Nýverið náði ég mér í annan disk með henni Evu, sem heitir Songbird. Hef ég hlustað soldið á hann og finnst hann bara góður. Er hann í rólegri kantinum og má nota við ýmis tilefni. Ég hef ekki mikið hlustað á þennan nýja disk, en það sem ég hef heyrt er nokkuð gott... á svipuðum nótum og hinn diskurinn. Titillagið er náttúrulega gamal John Lennon perlan Imagine. Ferst henni það lag ágætlega úr hendi. En John heitinn var nú betri... oftast er nú originallinn betri.
2) Godspeed You Black Emperor - f#a#[infinity]. Þessi hljómsveit er ansi mögnuð, svo ekki verður meira sagt. Á þessum diski eru 3 lög ! Síðasta lagið er tæpar 30 mínútur á lengd. Þessir gæjar spiluðu á Klakanum á vormánuðum og var það víst alveg geðveikt.
Hér er smá umfjöllun frá Bjarna Þór Péturssyni Framara, sem einmitt var staddur á þessum tónleikum:
Minn kæri Che!!!
Þá er ég vaknaður upp úr dái, sæludái síðan 13.mars þegar Godspeed komu hingað sennilega besta tónleikaband í heiminum þvílíkur kraftur og trommuleikararnir skiptust á að taka sóló og spila saman þannig að útkoman var einhver 8-9 popsong, mjög fyndið reyndar að þegar þeir skiptu og þurftu ekki að spila saman þá fór hinn alltaf bakvið að fá sér að drekka og eitthvað en í eitt skiptið þá kom trmmuleikarinn upp á aðra hæð í íslensku óperunni og hallaði sér að handriðinu og hver sat hinumegin við handriðið heldur en undirritaður og þarna horfði hann á sína hljómsveit í svona 7-8 mín en fór síðan og tók trommusóló. Þetta var náttúrulega geðveikt og eftir tónleikana hætti fólk ekki að klappa fyrr en þeir komu aftur upp á svið, ég stóð örugglega í 10 mín og klappaði alveg þangað til hljómsveitin tók eitt lokalag sem var örugglega 15-25 mín að lengd, og ég held að þeir hafi neyðst til þess að spila en ekki verið með einhverja stjörnustæla því að fólkið hefði ekki farið nema fá lokalag og hefðu eflaust gist í óperunni þar sem hljómsveitin spilaði líka þá.
Ég átti áður að ég held nýjasta diskinn þeirra sem er tvöfaldur, og var hann mikil snilld... keypti ég hann eftir að hafa lesið dóm í Undirtónum. Þessi diskur er svipaður og sá diskur finnst mér. Ég get eiginlega ekki lýst því hvernig tónlist þetta er. Þeim hefur verið líkt við Sigurrós og öfugt. Harpa kann ekki að meta þessa tónlist ef það segir eitthvað.... hugsanlega vegna þess að það tekur soldinn tíma að melta þetta. Hehehehehe
3) Sigurros- ( ). Þá er biðin á enda. En samt ekki. Ég var búinn að heyra flest þessi lög á tónleikum. Svo átti ég þau öll á tölvutæku formi. Þannig að það er eiginlega ekkert sem kemur á óvart hér. En ég ætla samt að kaupa mér gripinn. Veit í rauninni ekki af hverju. Kannski bara til að styrkja misskilda listamenn, grænmetisætur, sjónskerta og samkynhneigða.
Aðrir diskar sem ég hef náð í en ekki haft tíma til að hlusta á eru eftirtaldir:
--- Queens of the Stone Age – Songs for the Deaf
--- Bob Dylan – Love and Theft
--- Janis Joplin – Pearl
--- Tenacious D – Tenacious D
--- The Flaming Lips – A Soft Bulletin
Það mun koma umfjöllun um þessa diska við gott tækifæri. Höldum hressleikanum uppi. Styðjum tónlistarmenn.
Hagnaðurinn
<< Home