laugardagur, október 05, 2002

Þá er það orðið ljóst...

... ég ætla ekki að fara á KSÍ hófið. Það er í kvöld og kostar 5000 kall inn, með mat. Í staðinn ætla ég að vera allsgáður, horfa á Popppunkta... hér vitna ég í heimasíðu Dr. Gunna:
Ég mæli með að allir lími sig við skjáinn kl. 9 í kvöld þegar Ham og Írafár mætast í Popppunkti. Þetta er að öllum líkindum sá mest spennandi spurningaþáttur sem sést hefur í íslensku sjónvarpi frá upphafi. Mjög góða skemmtun!

... svo er ég að fara að spila golf klukkan átta (8) í fyrramálið. Það ætti að vera enn meiri skemmtun. Mun ég mæta Bjarka nokkrum Stefánssyni að Setbergi í Hafnarfirði. Mun ég að öllum líkindum sigra hann nokkuð örugglega.

Hagnaðurinn

ps. Hvernig væri að fá sér eins og einn jarðaberjasjeik?