fimmtudagur, október 17, 2002

Ýmislegt verður á döfinni á morgun...

Til að byrja með ætla ég að fá mér staðgóðann morgunverð. Hvað er það það eiginlega? Menn hafa verið að velta því fyrir sér um aldir alda. Svo verður unnið í frosti við að bera þunga hluti. Um kvöldið er planað að nokkrir góðir menn muni koma saman. Það eru þeir Ég (Hagnaðurinn), Raggi (a.k.a. Ragtoin), Jón Ingi (a.k.a. Jontoin), Daði Hall (a.k.a. Prins Lostans), og hugsanlega Aðalsteinn (a.k.a. Addi !!! ). Munum við líklega fara í Pool einhvers staðar og sötra nokkra kalda með.... ef ég vinn þá verð ég afar hress og tala um það hér í dagbók minni, en ef ég vinn ekki þá mun hér verða fagleg umfjöllun um hvað miður fór.

Ég samdi nýtt orðatiltæki í gær ... það hreinlega rann fram úr munni mér eins og bráðið smjér. Það hljómar svo: Þegar margir hressir koma saman, þá er gaman. Þetta á vissulega vel við á morgun. Minnið mig líka á að hafa samband við Einkaleyfisstofu.

Hagnaðurinn