laugardagur, október 12, 2002

Ég mæli ekki með...

... því að fara í strætó. Ég fór í stætó í morgun; tók fyrst leið 111 niður í mjódd og fór eiginlega beint úr honum upp í leið 12. Þaðan lá leiðin niður á Suðurlandsbraut þar sem við tók göngutúr niður á völl. Alls tók þetta ferðalag um 25 mínútur. Það er svo sem ekki alslæmt tímalega séð. Vanalega er ég í svona 15 mínútur að keyra þetta á morgnana.

... En hvað er svona slæmt? Sko, ég er í “slæmri” stöðu. Ég á ekki bíl en ég á hjól. Í morgun gat ég ekki fengið fjölskyldubílinn að láni, og það var of vætusamt til að hjóla, svo í rauninni hafði ég engan annan möguleika... nema bara að mæta ekki til vinnu; en það gerir Hagnaðurinn ekki... nema tilneyddur sé.

... ég er búinn að skipta um skoðun!!! Það getur verið ágætt að fara í strætó af og til... kannski með svona mánaðar millibili. Maður sér allskonar fólk, flest gamalt eða asískt, og margir eru ansi sjúskaðir. Við það að sjá þetta “pakk” þá kannski lærir maður að meta hversu gott maður hefur það. En ekki fara í “mánaðarferðina” þegar kalt er í veðri því fátt er leiðinlegra en að bíða eftir strætó. Líka, ef þú ætlar að fara að setjast við hliðina á einhverjum sem lítur út fyrir að lykta illa... þá bara sleppa því því hann/hún lyktar illa... það er öruggt mál. Frekar mæli ég með því að standa aftast (eins og maður gerði þegar maður var minni) og halda í stöngina og sveifla sér í beygjunum. Það er ákaflega hressandi og maður fær svona fiðring í magann.... samt ekki svona rólu/rússíbana fiðring... öðruvísi fiðring; ekki jafn góðan, en ágætan samt.

Ragnar Reykás fór í strætó í dag.