þriðjudagur, október 15, 2002

Það er allt að gerast þessa dagana....

...byrjum á atvinnumálum:Ég var boðaður í viðtal hjá Mjólkursamsölunni í gær, mánudag. Þetta var sölumannsjobb sem hljómaði bara nokkuð vel. Starfið felst í því að sjá um allt frá A-Ö fyrir verslanir Bónus og 10-11, og innifelur A-Ö ansi margt. Kem nánar inná það síðar ef ég fæ djobbið. Svo fékk ég óvænt símtal frá Landsbankanum í dag. Þeir vilja fá mig í viðtal í vikunni fyrir starf þjónustufulltrúa í Vesturbæjarútibúi.... þarna hjá Háskólabíói. Veit í rauninni ekkert meira um það mál. Kemur því einnig í ljós síðar.

... Svo er það Sigurrós: good news for icelanders, sigur rós are now planning on playing two concerts in háskólabíó in reykjavík, on the 12th and 13th of december. Ég held að þetta útskýri sig sjálft. Kannski ég fari bara beint úr vinnunni, eh !!!

... Það er líka landsleikur á morgun: Þar verð ég væntanlega í eldlínunni á börunum. Vonandi mun liðið geta sent einfaldar sendingar á samherja, og er ég þá ekki að tala um sendingar fyrir aftan menn. Lárus Orri mun verða uppí stúku með Carlsberg í vinstri og pizzu í hægri.

Þetta var update dagsins.

Góðar stundir.