fimmtudagur, október 17, 2002

Ég held bara....

... að lagið Hallelujah með Jeff Buckley sé með betri lögum sem ég hefi heyrt. Eg veit nú ekki mikið um hann, en eitt veit ég, og það er það að hann er dauður kallinn, og því er ekki von á því að hann semji aðra eins perlu í bráð.

... að ég sé að fara að missa vinnuna. Nú er öllum landsleikjum lokið og því ekkert að gera á vellinum góða. Störfum mínum hjá Knattspyrnusambandinu lýkur því nú um helgina... ég tel mig hafa unnið gott starf og borið marga þunga hluti, sem og séð um ýmiss konar ræstingar og annað tilfallandi.

... að Hagnaðurinn fari að fá vinnu við sitt hæfi fljótlega. Núna er ýmislegt í ganga, og hver veit nema í næstu viku verði ég sölumaður, þjónustustjóri, eða verslunarstjóri, svo við tölum ekki um sérfræðing einhvers staðar... Mig langar að vera sérfræðingur. Ég er sérfræðingur.

... að ég hafi keypt miða á myndina Porn Star með Ron Jeremy í aðalhlutverki áðan. Myndin verður sýnd á fimmtudaginn næstkomandi, og mun maðurinn svo verða spurður spjörunum út eftir myndina. Ég hef engan áhuga á slíku, minn Kæri Herra BK.

... að Harpa sé komin aftur heim úr ferð til Ameríku. Hún keypti ekkert svo mikið, það kom á óvart. En hún kom með meira en hún fór með, það kom ekki á óvart.

... að það sé komið nýtt Visa tímabil. Það skiptir svo sem engu máli, það þarf hvort sem er að borga þetta allt saman að lokum.

... að ég hafi sent Katrínu á katrin.is email. Ég bað hana að fá setja link inná mig, sem svokallaðan Homie. Ég er sannkallaður Homie. Sumir vilja meina að ég sé blökkumaður... ég segi þeim að láta hárlitinn ekki blekka.

Ég held bara að þetta sé komið gott.