fimmtudagur, október 03, 2002

Af hverju?...

... finnst mér lagið “Laid” með James svona gott. Ég er bara algjörlega með það á heilanum, og get spilað það aftur og aftur án þess að fá leið á því. Það gæti verið því það er svo hressandi... ég er hress gaur sko. Stundum er ég samt ekki hress, svokallað óhress.

Ég er eiginlega að verða óhress með blessað bloggið mitt. Það hefur lítið dregið til tíðinda að undanförnu. Ég ætlaði að vera svona bloggari sem skrifaði bara um það sem er í gangi hjá sjálfum mér... jú, einhvers konar dagbók.... en málið er það að eiginlega ekkert er að gerast. Ég nenni samt ekki að falla í þá gryfju að fara að tala um málefni og gagnrýna hina og þessa, og bara láta öllum illum látum... það geri ég á spjallinu hans Baldurs.... þangað til hann tekur það út (kallast víst "að renna út" á nördamáli).

... það gæti reyndar verið hugmynd að setja upp svona spjall... jafnvel alveg eins og Baldur (og Svala), og þá getur verið svona alþjóðleg umræða um málefni, einhvers konar skoðanaskipti (ekkert ritskoðað... kannski sumt, t.d. illt umtal um Lakers, Liverpool, Napolí, Barcelona, já og Baseball, sérstaklega Yankees). Kannski ég fari í þetta mál á eftir.

... Annars er það að frétta að ég keyrði Hörpu út á flugvöll áðan (Mummi í Noregi; vinsamlegast ekki túlka þetta eins og henni hafi liðið illa hér á landi), því hún er að fara til borgar Pitts í í Bandaríkjunum Norður Ameríku. Hún ætlar þar að verða drukkin (verklengd ca. 5 mín, eða eitt glas af Gumma Torfa (GT)), sem og versla (verklengd ca. óendanlega, eða þar til hún fær synjun á kortið). Þá mun hún líklega fara á fótboltaleik (e. American Football) með liði Steelers. Ég öfunda hana soldið, en segi það ekki nokkrum manni. Vá hvað ég er hress gaur... næstum FM-hnakki.

Það er reyndar eitt málefni. Er þetta ekki skemmtilegt orð... “málefni” ? Það er bíla-málefnið. Mig langar í bíl, en á ekki fyrir honum. Því er ekki úr vegi að spyrja: á ég að kaupa mér eign, eða á ég að kaupa skuld? Er ég ríki pabbi, eða er ég fátæki pabbi? Ég veit það ekki enn, en vona að ég komist að því fljótlega.

Þetta er Hagnaðurinn sem kveður frá Kleifarseli 31, annari hæð.