Háir innlendir vextir, verðtrygging o.s.frv. hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu.
"Erlent lán er málið" - æpa fjölmiðlar.
"Alltof mikil áhætta" - svara spekingarnir.
Hagnaðurinn tók sig til og setti upp 2 dæmi, og færi ykkur hér með:
Lán A (innlent):40 ár
4,95% nafnvextir
3% verðbólga
Heildargreiðsla á 40 árum = 88,5 mkr
Meðalgreiðsla = 183 þús.
Lán B (erlent):40 ár
3% gengisveiking per ár
40% CHF, 40% JPY, 20% USD ... þessi samsetning með 2,04% vaxtaálagi gefur nafnvexti uppá 4,204%
Heildargreiðsla á 40 árum = 65 mkr.
Meðalgreiðsla = 135 þús.
Forsendurnar:- Sko, þetta eru bæði 40 ára lán, uppá 20 mkr hvort.
- Innlenda lánið ber fasta 4,95% vexti en erlenda lánið hefur breytilega vexti; þeir geta bæði hækkað og lækkað. Erlendir vextir eru sögulega lágir.
- Forsendan um 3% gengisveikingu í Láni B er sett inn til gamans. Ef við gefum okkur að krónan muni veikjast um 3% á ári í 40 ár, þá þýðir það að vísitölugildið fari úr 122 í 391. Slíkt er fjarstæðukennt.
- Hægt er að greiða inná erlend lán án kostnaðar, en að það kostar allt að 2% að greiða inná innlend íbúðalán.
- CHF er svissneskur franki, JPY er japanskt yen, USD er dollari. Vigtirnar eru ekki útpældar.
Í ljósi forsenda um gengisveikingu set ég upp:
Lán C (erlent):40 ár.
20 mkr.
Sama myntkarfa.
0% gengisveiking.
Heildargreiðsla á 40 árum = 37,4 mkr
Meðalgreiðsla = 78 þús.
Niðurstaða:Það segir sig sjálft, er það ekki?
Efnisorð: Neytendamál