miðvikudagur, janúar 31, 2007

Handbolti..

Strákarnir okkar stóðu sig vel gegn Dönum, en voru óheppnir. Ég skrifa þetta svona 40% á Loga Geirsson, 20% á Sverri og restina á lélega vörn.

Annars heyrði ég góða spurningu í dag:
Hverjir eru B-heimsmeistarar núna?

Það var ekki lítið stoltið þegar við tókum Pólverjana um árið. Var það ekki 1989? Alfreð beit í gullið, til að athuga hvort það væri ekta. Atli Hilmars hékk í loftinu. Níðþröngar stuttbuxur. Golden moments.

Efnisorð:

þriðjudagur, janúar 30, 2007

NBA skandall...

Kobe Bryant er í banni í kvöld þegar Lakers heimsækja Knickerboxers í Garden. Sjá grein og video.

Ég sem var var semi-heitur fyrir því að fara á þennan leik. Þetta er nú meiri vitleysan.

Að lokum:
David Stern og Stu Jackson eru hálvitar.

Efnisorð:

mánudagur, janúar 29, 2007

Innlent lán vs. Erlent lán

Háir innlendir vextir, verðtrygging o.s.frv. hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu.

"Erlent lán er málið" - æpa fjölmiðlar.
"Alltof mikil áhætta" - svara spekingarnir.

Hagnaðurinn tók sig til og setti upp 2 dæmi, og færi ykkur hér með:

Lán A (innlent):
40 ár
4,95% nafnvextir
3% verðbólga

Heildargreiðsla á 40 árum = 88,5 mkr
Meðalgreiðsla = 183 þús.

Lán B (erlent):
40 ár
3% gengisveiking per ár
40% CHF, 40% JPY, 20% USD ... þessi samsetning með 2,04% vaxtaálagi gefur nafnvexti uppá 4,204%

Heildargreiðsla á 40 árum = 65 mkr.
Meðalgreiðsla = 135 þús.

Forsendurnar:
  • Sko, þetta eru bæði 40 ára lán, uppá 20 mkr hvort.
  • Innlenda lánið ber fasta 4,95% vexti en erlenda lánið hefur breytilega vexti; þeir geta bæði hækkað og lækkað. Erlendir vextir eru sögulega lágir.
  • Forsendan um 3% gengisveikingu í Láni B er sett inn til gamans. Ef við gefum okkur að krónan muni veikjast um 3% á ári í 40 ár, þá þýðir það að vísitölugildið fari úr 122 í 391. Slíkt er fjarstæðukennt.
  • Hægt er að greiða inná erlend lán án kostnaðar, en að það kostar allt að 2% að greiða inná innlend íbúðalán.
  • CHF er svissneskur franki, JPY er japanskt yen, USD er dollari. Vigtirnar eru ekki útpældar.
Í ljósi forsenda um gengisveikingu set ég upp:

Lán C (erlent):
40 ár.
20 mkr.
Sama myntkarfa.
0% gengisveiking.

Heildargreiðsla á 40 árum = 37,4 mkr
Meðalgreiðsla = 78 þús.

Niðurstaða:
Það segir sig sjálft, er það ekki?

Efnisorð:

Kveikið á hátölurunum...

... og hlustið á Loga Geirs!!

"Það kemur dagur, það kemur dagur, það kemur dagur eftir þennan dag...."

Efnisorð: ,

laugardagur, janúar 27, 2007

Children of Men...


Vá, Children of Men var sko góð. Raunar frábær.

Ég stóð sjálfan mig að því nokkrum sinnum að vera algjörlega dolfallinn. Það eru nokkur gífurlega töff atriði, og alveg geðveikar tæknibrellur (barnið til dæmis). Þetta er must see.

8,2 á IMDB = verðskuldað, og jafnvel meira til.

Efnisorð:

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Ögmundur...

Fyrst þetta.

Svo þetta.

Hvað næst?

Mun Ögmundur, nái hann kosningu, lofa peningum til hinna ýmsu málefna aftur í tímann?

Efnisorð:

Nýr raunveruleikaþáttur?

Sjónvarp...

Er ég að skilja þetta rétt.... verða 10 þáttaraðir af Aðþrengdum Eiginkonum? Ég verð að viðurkenna að ég fylgist með þessari vitleysu - I do - og dramað í þessari þriðju seríu er orðið svo yfirgengilegt að það hálfa væri hellingur.

*********

Annars er ég kolfallinn fyrir Dexter. Við Harpa reyndum að horfa á þetta saman fyrir einhverjum vikum, en hún gafst upp eftir ca. 3 mín þegar Dexterinn var búinn að misþyrma einum kappa lítillega. Dexter verða sýndir á Skjá Einum á næstunni. FRÁBÆRIR þættir.

Söguþráður: A likeable police forensics expert moonlights as a serial killer of criminals who he believes have escaped justice.

Efnisorð:

mánudagur, janúar 22, 2007

Ísland-Frakkland...

Ég held að Ísland vinni þennan leik. Menn eru einbeittir mjög. Nú þarf Óli Stef bara að fórna öxlinni.

Uppfært (hálfleikur): Tilfinningin virðist hafa verið rétt. Menn tóku vel undir í þjóðsöngnum og voru greinilega klárir í slaginn. En "slæmi kaflinn" á enn eftir að koma. Hann kemur ALLTAF. Við skulum bara vona að hann verði sem stystur.

Efnisorð:

laugardagur, janúar 20, 2007

Busy á morgun sýnist mér... (niðurstaða)

Þetta er ekki flókinn sunnudagur...

16:00
Arsenal - manutd: 2-2
-- ég var ansi nálægt þessu. Góð úrslit samt.

17:00 með helmingnum af öðru auganu
Ísland - Úkraína: 28-26
-- "raunhæft að fara í undanúrslit" - Óli Stef í einhverju blaði um helgina!!!

18:00
Barcelona - Gimnastic: 4-0
-- 3-0

20:00
Bears - Saints: 24-14
-- 39-14

23:30
Colts - Patriots: 31-17
--38-34

Niðurstaða: Sæmilegasta spá. Ég get þó gert betur.

Efnisorð: ,

föstudagur, janúar 19, 2007

Hraðlestrarnámskeið...

Einhver þarna úti sem hefur e-ð gott/vont að segja um hraðlestrarnámskeið?

Hraðlestrarskólinn! -- er þetta námskeið ársins?

Efnisorð: ,

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Sagan...

Sagan segir að það sé myndband með ákveðnum manni úr Byrginu á þessari síðu!

IngaBH segir:
Fannst myndbandið frekar lummó, stelpan alltaf að setja einhverja víra í samband bara eins og hjúkka að mæla hjartalínurit. Kall að fá stuð og gervityppi í rassinn fannst mér persónulega ekki æsandi, frekar ógeðslegt.

Annars eru barnalandskonur með þetta allt coverað, eins og flest önnur mál.

Efnisorð: ,

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Jennifer Lopez á Golden Globe...

J-Lo er alveg með þetta enn!
Hún er samt ekki alveg að slá þetta út...

Efnisorð:

mánudagur, janúar 15, 2007

24 - Season 6...

... byrjaði í US and A í gær; tveir þættir.

Tveir þættir í kvöld.

Ég er nokkuð spenntur fyrir að byrja glápið í kvöld, en hef oft verið spenntari.

Spennuskali: 84/100

Efnisorð:

Matur...

Þetta var boðið uppá í mötuneytinu í dag:
Ýsa, hrogn og lifur

Nei, takk.

Efnisorð:

föstudagur, janúar 12, 2007

Meistaraprófsritgerð...

Jæja, nú er kominn tími til að skrifa lokaritgerð. Áætluð verklok: Sept. '07.

Ég var kominn með gott efni, en það var því miður búið að skrifa um það. Það er:
Beinn kostnaður vegna þvagleka íslenskra kvenna 16 ára og eldri á árinu 2004.

Heillandi.

fimmtudagur, janúar 11, 2007

24 - upphitun

24 - Season 6 hefst á Fox á sunnudaginn kemur!



Af því tilefni er ágætt að hita sig aðeins upp:
1. 24 Day 6 prequel (alvöru) - 10 mín
2. 24: Prequel to Season 6 (grín) - 2 mín

Efnisorð:

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Breytingar...

"If you don´t like where you are, change it! You´re not a tree". - Jim Rohn

Ég breytti mér í 28 ára koparbrúnhærðan kynþokkafullan karlmann núna á hádegi. Atburðurinn átti sér stað á Hótel Holti. Eina breytingin er sú að ég varð 28 ára.

Efnisorð:

mánudagur, janúar 08, 2007

Tvíhöfði...

... er snúinn aftur.

Hér má hlusta á þáttinn frá því á sunnudaginn. Þetta er klukkutíma þáttur, bara tal og engin tónlist. Smásálin er á sínum stað, Sigurjón hringir til Þýskalands (óborganlega fyndið) og nýr karakter mætir til leiks, en það er mikil mystería yfir honum.

Allir að hlusta.
Áfram Tvíhöfði.

Efnisorð:

Neiiiiii.....

Er matarverð að lækka?
Nei, aldeilis ekki.

Nú hefur Pizza King hækkað hádegistilboðið hjá sér úr 700 kr. í 800 kr. Þetta gerir tæplega 15% hækkun.

Þetta minnir óneitanlega á hækkun Asíu í mars á síðasta ári. Ég hef ekki farið á Asíu síðan þeir hækkuðu verðið. Áður var ég fastagestur.

Hvort sama verði uppá tengingnum með Pizza King er ólíklegt, þar sem gæðin er meiri en hjá Asíunni, og lækkunin hlutfallslega minni.

En það er mikilvægt að vera á tánum!!

Efnisorð:

sunnudagur, janúar 07, 2007

Tírre Henry...

Arsenal lagði Liverpool á Anfield í bikarnum í gær, 1-3. Líklegast sanngjörn úrslit. Ég gæti skrifað langan pistil um þennan leik, en það eru aðrir í því.

Eftir leikinn kom Henry með skemmtileg ummæli um meiðslin sín:
But Henry admitted he had made a mistake in trying to push himself to play when he clearly was not 100%.
"When you physically can't go on, the wise thing to do is not to go out there. It doesn't help you and it doesn't help the team," he told The Sun.


"It's like when you are watching a bad movie with your wife and you are both falling asleep. You will say 'I'm not falling asleep' and you won't admit the film is rubbish. You keep on watching it.


Mikið til í þessu hjá kallinum.

Efnisorð:

laugardagur, janúar 06, 2007

Svefn KMH...

Vá hvað sprengjuóðir Íslendingar fara í taugarnar á mér, sérstaklega núna þar sem ég er með ungabarn sem þarf að sofa. Geta menn ekki bara hist á Geirsnefi og puðrað þessu upp í sameiningu?

*****************

Annars er búið að vera stríð á heimilinu í nokkurn tíma. Ég vs. Kristín María.

13. desember skrifaði ég: Orrustan tapaðist, en stríðið heldur áfram...

Laukrétt. Undanfarna 4 daga hafa verið orrustur. Þær fela í sér að ég svæfi, og sé bara alveg um svefnmál. Ástæða: fá hana til að hætta að drekka á nóttunni.

Niðurstaða: Ég er að vinna stríðið. Fyrstu 2 næturnar voru erfiðar, en síðasta nótt var perfect. Hún sofnaði klukkan 10:30, og vaknaði svo aftur klukkan 10 í morgun. Rommel hvað?

... nú er bara að vona að flugelda-vitleysingar eyðileggi þetta ekki fyrir mér!

Efnisorð:

föstudagur, janúar 05, 2007

Kaupþing...



Efnisorð:

fimmtudagur, janúar 04, 2007

Vælukjói...

Ég hélt að Ballack væri svona semi-harður gaur og hóflega skynsamur. Það er misskilningur.

Þetta er vitleysingur og vælukjói eins og flestir félagar hans í Chelsea.

Efnisorð:

Ljóð, Ljóð!

Ljóð-gæinn er snúinn aftur.

Það gerir miðbæinn skemmtilegri.

Efnisorð:

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Laser... (uppfært)

Ég þarf að drífa mig í laser, það er bara þannig. Þá er tvennt í stöðunni:

a. Sjónlag
b. Lasersjón

Einhver þarna úti sem hefur einhverja skoðun á hvor stofan sé betri?

Uppfært: Jæja, þá er ég búinn að panta hjá Lasersjón. Fékk tíma þann 6. febrúar.

Efnisorð:

Ich bin ein Berliner

Hagnaðurinn er á leið til Berlínar ásamt fjölskyldu í lok mars. Stoppað verður í 4 heila daga. Spennandi!

Stóra spurningin til ykkar lesenda hlýtur því að vera:
Hvað er hægt að gera skemmtilegt í Berlín?

Efnisorð:

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Skaupið...

Mér þótti skaupið alls ekki skemmtilegt þegar ég horfði á það á gamlárskvöld. En núna þegar ég horfði á það aftur, þá var það bara alltílagi, ekki meira en það.

Hægt er að horfa á skaupið á vef Ríkisúrvarpsins, hér, þangað til annað kvöld.

Efnisorð: ,

Career High/Low...

Við áramót er gott að staldra við og meta stöðuna. Staðan núna er akkúrat þessi:

Ég hef aldrei verið þyngri = high.
Ég hef aldrei verið í verra formi = low.

Þetta kann þó að hljóma verr en raunin er, þar sem árlegt staðalfrávik úthalds míns og líkamlegs atgervis er innan við 3%. En nú er mál að linni, og tími til kominn að komast aftur inn fyrir staðalfrávikið.

2007 = ár uppbyggingar

Efnisorð:

2 nýir linkar...

Rauða Ljónið er snúið aftur, endurnært.

Þá er helvítis Keðjan að koma sterk? inn.

Efnisorð:

Jólagjöfin er ég og þú!

Efnisorð:

mánudagur, janúar 01, 2007

Árið fer vel af stað...

Lakers unnu góðan sigur á Sixers í nótt þar sem Kobe skoraði 35 stig. Hins vegar meiddist Kwame Brown á ökkla, sem er frekar slæmt.

Ef við lítum aðeins á stöðuna í deildinni, þá er Lakers í 2. sæti Kyrrahafsdeildarinnar og í 5. sæti overall í vestrinu.

*********************

Þá unnu Liverpool mjög öruggan 3-0 sigur á hinu ömurlega leiðinlega Bolton liði í dag.

Smá tölfræði: Liverpool áttu 19 marktilraunir gegn einni hjá Bolton. Hana átti reyndar hinn óhugnalega ófríði Faye, sem var heppinn að hanga inná vellinum. Hugsanlega vorkenndi dómarinum honum vegna furðulegs útlits.

Að lokum þetta:
Ímyndar-auglýsing Alcan er e-ð það ömurlegasta sem ég hef nokkru sinni séð.

Púúúú á framsóknarflokkinn.

Efnisorð: ,

Ávarp!

Ágætu vinir, hér væri viðeigandi að setja inn hugleiðingar um árið sem nú er nýliðið og væntingar um árið 2007.

Ég nenni því hins vegar ekki, en legg áherslu á nokkur lykilatriði:

Áfram Jack Bauer.
Áfram Lakers.
Áfram Liverpool.
Áfram Lakers.
Áfram Sigurrós.

Efnisorð: