Svefn KMH...
Vá hvað sprengjuóðir Íslendingar fara í taugarnar á mér, sérstaklega núna þar sem ég er með ungabarn sem þarf að sofa. Geta menn ekki bara hist á Geirsnefi og puðrað þessu upp í sameiningu?
Annars er búið að vera stríð á heimilinu í nokkurn tíma. Ég vs. Kristín María.
13. desember skrifaði ég: Orrustan tapaðist, en stríðið heldur áfram...
Laukrétt. Undanfarna 4 daga hafa verið orrustur. Þær fela í sér að ég svæfi, og sé bara alveg um svefnmál. Ástæða: fá hana til að hætta að drekka á nóttunni.
Niðurstaða: Ég er að vinna stríðið. Fyrstu 2 næturnar voru erfiðar, en síðasta nótt var perfect. Hún sofnaði klukkan 10:30, og vaknaði svo aftur klukkan 10 í morgun. Rommel hvað?
... nú er bara að vona að flugelda-vitleysingar eyðileggi þetta ekki fyrir mér!
*****************
Annars er búið að vera stríð á heimilinu í nokkurn tíma. Ég vs. Kristín María.
13. desember skrifaði ég: Orrustan tapaðist, en stríðið heldur áfram...
Laukrétt. Undanfarna 4 daga hafa verið orrustur. Þær fela í sér að ég svæfi, og sé bara alveg um svefnmál. Ástæða: fá hana til að hætta að drekka á nóttunni.
Niðurstaða: Ég er að vinna stríðið. Fyrstu 2 næturnar voru erfiðar, en síðasta nótt var perfect. Hún sofnaði klukkan 10:30, og vaknaði svo aftur klukkan 10 í morgun. Rommel hvað?
... nú er bara að vona að flugelda-vitleysingar eyðileggi þetta ekki fyrir mér!
Efnisorð: Daglegt líf
<< Home