laugardagur, mars 25, 2006

Lidol...

Í gær var Landsbanka-Idol, svokallað Lidol.

9 lög tóku þátt, og var G.S.M. okkar framlag. Hann umbylti sér í gervi Elvis og flutti Suspicius Minds af yfirvegun, en með tilþrifum. Framlag Gunnars féll hins vegar í grýttan jarðveg meðal dómnefndar.

Sigurlagið var hress útgáfa af Footloose með Kenny Loggins. Jájá.

*************************************

Eftir fjör og nokkur vel valin dansspor á NASA lá leiðin fyrst á Rex, og svo á Oliver. Rex er handónýtur staður. Oliver er algjört prump líka. Ég stoppaði stutt við, og ræddi við nokkra. Meðal annars voru þarna gamlar bekkjarsystur úr Seljaskóla, auk þess sem ég ræddi lítillega við þennan mann. Sérstaka athygli vakti þessi setning frá honum:

"Að halda með Duke er eins og að halda með Chelsea!"

Vóóóóó....