Woyzeck - dómur
Á fimmtudaginn fór ég ásamt Hörpu á Woyzeck á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Miðaverð = 2900 kr.
Fyrir sýninguna spurði ég Hörpu: "Er þetta söngleikur, drama eða grín, eða bara eitthvað acrobatic dæmi?" Harpa vissi það ekki frekar en ég!
Fljótlega kom í ljós að um drama var að ræða. Hins vegar er ég ekki alveg klár á því um hvað þetta var eiginlega. Það var eiginlega enginn söguþráður... hálfskrítið...
Sýningin hófst klukkan 20:00, og rétt um klukkan 21:15 fór tjaldið niður. "Jæja, komið hlé", hugsaði ég. Nei nei, þá var bara sýningin búin! Fólk stóð svo upp og klappaði nokkrum sinnum, eins og þykir voða flott í leikhúsi, sama hvort sýningin sé góð eða léleg.
Það er ekki svo að skilja að þetta hafi verið vond sýning. Þetta var temmilega áhugavert, leikararnir voru flestir ágætir, sviðsmyndin var rosalega flott, og þetta var mikið fyrir augað. En því miður var of lítið fyrir eyrað!
Hagnaðurinn
Fyrir sýninguna spurði ég Hörpu: "Er þetta söngleikur, drama eða grín, eða bara eitthvað acrobatic dæmi?" Harpa vissi það ekki frekar en ég!
Fljótlega kom í ljós að um drama var að ræða. Hins vegar er ég ekki alveg klár á því um hvað þetta var eiginlega. Það var eiginlega enginn söguþráður... hálfskrítið...
Sýningin hófst klukkan 20:00, og rétt um klukkan 21:15 fór tjaldið niður. "Jæja, komið hlé", hugsaði ég. Nei nei, þá var bara sýningin búin! Fólk stóð svo upp og klappaði nokkrum sinnum, eins og þykir voða flott í leikhúsi, sama hvort sýningin sé góð eða léleg.
Það er ekki svo að skilja að þetta hafi verið vond sýning. Þetta var temmilega áhugavert, leikararnir voru flestir ágætir, sviðsmyndin var rosalega flott, og þetta var mikið fyrir augað. En því miður var of lítið fyrir eyrað!
Hagnaðurinn
<< Home