mánudagur, mars 13, 2006

Slök íþróttahelgi…

Liverpool lágu fyrir Arsenal á Highbury, 2-1.
Liverpool byrjaði illa, náðum svo slæmum kafla, og enduðu svo illa.
Dietmar og Sammi voru sýndir hægt.
Gerrard lagði upp tap-markið.

Barca töpuðu líka 2-1 á útivelli.
Lentu 2-0 undir áður en Larson minnkaði muninn.
Edmilson og Mottan með rautt.

Lakers byrja á því að vinna San Antonio á föstudaginn.
Svo tapa þeir fyrir slöku liði Sonics í kvöld.
Bryant, 8-29... úff

Það hefði toppað helgina hefði ‘Dinho fengið rautt. Þá hefðu allir mínir uppáhaldsmenn átt agalega helgi.

***********************

Sjálfur átti ég fína helgi.
Ég var til dæmis mjög góður í körfu á laugardaginn og fór illa með Glæponinn hvað eftir annað!
Eldaði einnig ljúffengar kjúklinga-fajitas á laugardaginn og einnig snúða á sunnudagsmorgun, og hlustaði á Johnny Cash spila fyrir glæpamennina í San Quentin á meðan.

Skemmtilegt hvernig þetta tengist.

***********************

Horfði á hina ágætu mynd Walk the Line. Phoenixinn mjög góður og aldrei þessu vant var Reese bara fín. Samt bara markaðsvigt, en yfirvigt í vel dreifðum kvikmyndasöfnum.

Góðar stundir...