sunnudagur, mars 26, 2006

Gamall óvinur lætur á sér kræla...

Í gær fór ég á læknavaktinu og var greindur með eyrnabólgu; í hægra eyranu. Samkvæmt móður minni var eyrnabólga fastur gestur í mínum eyrum á mínum yngstu árum, en síðast fékk ég hana á þriðja ári.

24 árum seinna kemur hún svo aftur.

Læknirinn skrifaði uppá vikuskammt af pencillini, sem var uppgötvað snemma á síðustu öld af John Penicillin. Einnig tók ég dollu af Íbúfeni, framleiddu af Actavis.

Ég er allir að koma til og verð vonandi orðinn leikfær á morgun. Níu dagar nonstop af veikindum og bulli er fínn árs-skammtur. Reyndar tel ég að áfengisneysla og illa ígrunduð dansspor föstudagsins hafi ekki hjálpað til.

************************

Lengi hef ég talið að það að lyfta lóðum og þvo bíla sé með því leiðinlegra í þessum heimi. Mér skjátlaðist!

Það að mála milli pípilagna (með eyrnabólgu í hægra eyranu) er mun leiðinlegra...

************************

Annars ætla ég halda með UCLA í háskólaboltanum, þrátt fyrir ljóta búninga. Ástæðan er að Jack Bauer nam ensku þar, seint á síðustu öld. Duke er samt mitt lið, það er klárt...

Kveðja,
Hagnaðurinn