mánudagur, mars 06, 2006

Humarsúpur...

Á laugardaginn, skömmu fyrir klukkan 4:00 pm að staðartíma í Stokkseyri, fór ég ásamt fríðu föruneyti á hinn heimsfræga veitingastað "Við Fjöruborðið", þar sem hljómsveitir eins og Foo Fighters og Nilfisk venja komur sínar.

Ég fékk mér "Humarsúpu sem aðalrétt".
Súpan var ljúffeng, bragðmikil, nokkuð þykk og innihélt 4 humarhala. Þetta var borið fram með brauði og sósum. Virkilega gott.
Verð=1690 kr.

------------------------------

Nú ganga sögur um aðra humarsúpu hjá Sægreifanum við Geirsgötu, á móti Hamborgarabúllunni. Þar mun vera hægt að fá afar góða humarsúpu, ásamt brauði, fyrir u.þ.b. 700 krónur.

Ég tel tilvalið að heimsækja Sægreifann í hádeginu á fimmtudaginn, en þá er einmitt boðið uppá Suðrænan Saltfiskrétt í mötuneytinu í vinnunni.

Hverjir eru klárir?