laugardagur, apríl 23, 2005

Tveimur prófum er nú lokið...

... en tvö eru enn eftir.

Er sem sagt búinn með lög og eftirlit á fjármálamarkaði, sem og markaðsviðskipti og viðskiptahætti.
Gekk alveg ágætlega held ég. Var reyndar fyrstur út í báðum prófunum, en það eru bara góðar fréttir. Maður þarf jú að hugsa hratt og vera ekki með neitt blaður og kjaftæði.

"Hlutirnir gerast hratt á fjármálamarkaði", hvort sem menn tapa aleigunni á félögum eins og Decode, eða græða fúlgu fjár á hlutabréfum í íslensku bönkunum. Já, eða hvaða félagi sem er. Allt virðist hækka.

Hvar er aðhvarfið að meðaltalinu núna?
Maður spyr sig.

Hagnaðurinn