mánudagur, apríl 04, 2005

Ritstjóri Mannlífs tekinn með kókaín

Reynir Traustason, ritstjóri tímaritsins Mannlífs, var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á laugardaginn ásamt kvikmyndatökumönnum eftir að hafa farið í gegnum tollhlið vallarins með kókaín falið í sápustykki. Eftir að hafa farið gegnum tollhliðið framvísaði hann tollvörðum efninu sem óhæft var til neyslu vegna blöndunar við sápu.
Reynir vinnur að bók um fíkniefna- heiminn og heimildarmynd um gerð bókarinnar. Haft er eftir Jóhanni R. Benediktssyni, sýslumanni á Keflavíkurflugvelli, í Morgunblaðinu í dag að atvikið hafi verið afar óheppilegt og greinilega vanhugsað þar sem tímafreku og kostnaðarsömu ferli hjá embættinu hafi verið komið af stað.

Tekið af www.textavarp.is

*************************

Þá voru síðustu orð Páfans "Amen"...... Right!!!