þriðjudagur, apríl 12, 2005

Lærdómur ...

... er eiginlega það eina sem kemst að þessa dagana.

Framundan er próf til löggildingar í verðbréfaviðskiptum. Raunar eru það 4 próf.
Næsta vika og þarnæsta verða undirlögð fyrir þessi próf. Námsefnið er mikið, skemmtilegt og fróðlegt. Það verður sjálfsagt skemmtilegt að takast á við þetta. En erfitt. Það á líka að vera erfitt.

Einnig er próf í HÍ þann 14. maí. Það próf er í vinnurétti. Þegar því er lokið mun ég hafa lokið öllum 10 námskeiðunum í Meistaranáminu í Fjármálum. Þá er bara ritgerðin eftir.

Áður en árinu er lokið ætti ég því að vera orðinn mjög vel menntaður. En menntun lýkur aldrei.


**********************************

Ég var fenginn til að vera til halds og traust í 5 ára afmæli frænda síðustu helgi. Gekk það nokkuð vel, enda er ég barngóður mjög. Börnin þurfa samt helst að hafa náð ákveðnum þroska svo ég kunni tökin á þessu. Ég er til dæmis afar slæmur með ungabörn, og atriði eins og bleiju-skipti hafa aldrei verið mitt fag ( aldrei átti ég von á því að blogga um bleyjur....)



Samt er ég búinn að fá að halda á henni Þóreyju Hildi, sem í dag er 22 daga gömul, ef mér skjátlast ekki. Ég bar mig hins vegar ekki fagmannlega og var ekki talinn kunna tökin á þessu.

Oh well oh well.
Uppáhalds-frændinn.