Frábær helgi á enda komin...
Helgin hófst stundvíslega klukkan 16:00 á föstudaginn þegar ég yfirgaf vinnuna. Stutt vinnuvika en svakalega mikið að gera. Það var byrjað á að skella sér í streetball uppí Lindarskóla. Með í för voru Ginobili og Allen Iverson, auk Trausta. Spilað var hefðbundið 2-on-2, "make-it-take-it" uppí 11. Tvöföld umferð. Kobe var að hitta illa, en baráttan var góð. Ágætur hreyfanleiki. Vörnin hriplek. Fráköst ekki til staðar. Ginobili var einfaldlega of stór.
Helgin hófst stundvíslega klukkan 16:00 á föstudaginn þegar ég yfirgaf vinnuna. Stutt vinnuvika en svakalega mikið að gera. Það var byrjað á að skella sér í streetball uppí Lindarskóla. Með í för voru Ginobili og Allen Iverson, auk Trausta. Spilað var hefðbundið 2-on-2, "make-it-take-it" uppí 11. Tvöföld umferð. Kobe var að hitta illa, en baráttan var góð. Ágætur hreyfanleiki. Vörnin hriplek. Fráköst ekki til staðar. Ginobili var einfaldlega of stór.
**********
Að lokinni körfu var hittingur hjá Karlaklúbbnum. Glæsilegur hópur. Hittumst heima hjá Atla á stúdentagörðunum. Hafði hann eldað kjúkling í ofni ásamt meðlæti. Tókst það vel upp hjá kappa. Ekkert eitur þar. Að loknum mat tók við drykkja og hefðbundin dagskrá. Saurinn sigraði í vondulagakeppni með yfirburðum. Sjálfur tók ég ekki þátt vegna gleymsku. Ég efast samt um að Hulk Hogan hefði sigrað.
Eftir nokkuð marga bjóra og að mig minnir 4 fisherman´s friend staup var rúllað í bæinn. Skömmu áður höfðu 3 lögregluþjónar bankað uppá. Hafði verið kvartað vegna hávaða. Fólk skilur einfaldlega ekki að það þarf að syngja Gente, Tiny og You´ll never walk alone hátt. Mjög hátt. Helst svo hátt að það heyrist ekki í okkur sjálfum. Það er öllum fyrir bestu. Nema kannski nágrönnunum.
Já, það var rúllað í bæinn. Menn voru mis-fullir. Ég var minnst drukkinn. Ætlaði bara að vera "rólegur". Það breyttist þó fljótlega, sérstaklega eftir 2 staup á barnum, auk bjórs. Fljótlega var farið á dansgólfið. Það var skömmu eftir að Grái hafði arkað einn útí nóttina. Ég fór á eftir honum, tróð í hann pulsu og dró hann til baka. Á sama tíma var Steina og Ommadonna hótað barsmíðum. Sluppu þeir með skrekkinn; sem Danni hafði smyglað inn. Stundum gott að hafa skrekkinn.
Já, dansgólfið. Við erum sem sagt á Hressó (for the record). Hressó er ágætur staður. Þar var stiginn alveg trylltur dans og hvergi var til sparað. Á tímabili var ég meira að segja Íslandsmeistari í vals frá árinu 1991. Stigum við Steini nokkuð frumlegan vals á takmörkuðu plássi. Svona gekk þetta allt þar til staðnum var lokað. Þá var farið á glaumbar þangað til þeim stað var lokað.
Í heildina frábærlega lukkað kvöld þar sem fíflagangur og asnalegheit stóðu uppúr.
**********
Á laugardaginn var svo mætt í skírn hjá henni Þóreyju Hildi. Nánustu ættingjar voru mættir. Skírnin var haldin í heimahúsi, og séra Valgeir mætti og sá um athöfnina. Var hún stutt og fín og svaf sú litla allan tímann. Einnig var Dagur Tjörvi að halda uppá sitt 5 ára afmæli. Ég gaf honum Incredibles og var hann alveg himinlifandi.
**********
Á laugardagskvöldið buðum við Harpa svo foreldrum okkar á Holtið. Þetta var svona surprise dinner. Mjög vel lukkað allt saman. Harpa fjallar nánar um þessa ferð á sinni síðu.
**********
Já, svo unnu líka Liverpool og Everton töpuðu. Það er frábært.
Hins vegar halda Lakers áfram að ströggla. Long-term. Long-term.
**********
Í kvöld var svo fyrsti leikur ársins hjá nýja utandeildarliðinu mínu. Það heitir TLC. Ég veit ekki enn hvað nafnið stendur fyrir, en ég fæ víst að vita það fljótlega. Leikurinn var lélegur. Við töpuðum 3-2. Mikill vorbragur, og eins og flestir hafi verið fullir alla helgina. En það hlýur að skána á næstu vikum. En þarna eru margir góðir leikmenn, þannig að við ættum að geta eitthvað.
**********
Svo bara tvöfaldur 24 til að slútta helginni og 24 tölvuleikur á koma á Playstation. Augljóst hvað ég þarf að fara að kaupa mér.
Shiiiiiiiiitttttttttttt,
Hagnaðurinn
<< Home