þriðjudagur, apríl 26, 2005

Jæja...

... þá er golf-seasonið bara að skella á. Gleður það marga, og þar á meðal mig sjálfan.

Er núna búinn að taka fram kylfurnar, og er búinn að vera að æfa mig í brekkunni fyrir neðan heimili mitt með sandjárninu. Hef ég gert nokkrar smávægilegar breytingar á sveiflunni, og ef marka má skotin mín áðan, þá má ég eiga von á því að lækka forgjöfina all-verulega í sumar. Kallinn kallinn...

Forgjöfin núna er 19,3.... Hefur þá ekki verið tekið tillit til vetrar-afturfara.

Á sama tíma í fyrra var ég með forgjöfina 36.
Teljast það töluverðar framfarir á einu sumri.... enda var spilað ansi mikið í fyrra.

Núna er bara að láta verkin tala, rétt eins og ég ætla að gera í prófinu á eftir.
HLU/SKU/AFL.

Kær kveðja,
J.Daly