fimmtudagur, apríl 14, 2005

Tekið af www.mbl.is

Office 1 lækkar verð á erlendum tímaritum
Ritfanga- og skrifstofuverslunarkeðjan Office 1 hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hún hafi hrundið af stað virkri samkeppni í sölu erlendra tímarita hér á landi með því að lækka þau verulega verði. Samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins nemur verðmunurinn 25-200% miðað við verð á sölustöðum samkeppnisaðila Office 1. Þá segir að hagstæðir samningar við erlenda birgja geri fyrirtækinu kleift að stefna að því að tryggja sambærilegt verð á tímaritum hér og þekkist í helstu nágrannalöndum.


Góðar fréttir.
Nú get ég loksins farið að kaupa mér tímarit hér á landi sem kosta ekki 1500-2000 kr. Bækur eiga að kosta það mikið; ekki tímarit. Ég er að tala um blöð eins og:
Stuff
Maxim
FHM

I am.

Já, ég er einnig að tala um tímrit eins og Economist og Time og svona. Aha. Já, og svo er nauðsynlegt að vera áskrifandi að WSJ. Djörnallinn maður.

Guys.... ef það er rólegt í vinnuni, eða búnir að fá leið á bókunum, getiði alltaf tjekkað á þessu.
Eða ef þið viljið hlæja að vitleysu, þá er þetta fínt.

Tony