fimmtudagur, apríl 21, 2005

Það er stundum sagt ...

... að hlutabréfamarkaðurinn hafi minni.

Einnig er stundum sagt að Hagnaðurinn hafi stálminni. Allavega man ég eftir að hafa gert skelfileg mistök eitt sinn þegar ég pantaði hótel í New Orleans.

Með þau mistök á bak við eyrað (í minninu) hef ég verið að bóka hótel undanfarna daga. Og það allt á stöðum sem ég hef ekki komið til áður, fyrir utan Rimini.... og mikið ofboðslega hefur þetta verið erfitt. En því er nú loksins lokið.

Er búinn að panta hótel í:
a) London
b) Róm
c) Flórens
d) Rimini
e) Feneyjum

Ég held að framundan sé nokkuð massív ferð. Ætti að vera nokkuð skemmtileg. Verst að ég hef eiginlega engan tíma til að lesa Ítalíu bókina sem ég keypti mér um daginn, né að læra undirstöðuatriðin í tungumálinu.

O jæja,
Hagnaðurinn