Frétt í 1/2 5 Fréttum KB-Banka á föstudaginn:
Britney Spears kaupir sér þak yfir höfuðið
Samkvæmt frétt morgunblaðsins er söngkonan víðfræga, Britney Spears, að kaupa sér glæsihýsi í Las Vegas. Kaupverðið er sagt vera 1,3 milljónir dollara (líkt og kaupverð húsnæðisins á myninni hér til hliðar) eða um 82 milljónir íslenskra króna. Húsið er eitt nokkurra glæsilegra bygginga sem verið er að reisa í námunda við Hard Rock hótelið og spilavítið í Las Vegas og hefur söngkonan þegar greitt töluvert af kaupverðinu skv. frétt morgunblaðsins.
Mikið af dýrari eignum í umferð hér á landi
Vissulega kann mörgum að þykja að 82 milljónir fyrir íbúðarhúsnæði sé nokkuð mikið en á fasteignavef morgunblaðsins er þó að finna a.m.k. sex íbúðarhús til sölu hérlendis sem kosta meira en hús söngkonunnar. Á vefnum er að auki að finna húsnæði þar sem ásett verð er 190 milljónir, eða um 3 milljónir dollara, og 19 íbúðarhús á yfir eina milljón dollara, eða 63 milljónir króna.
Fasteignamarkaðurinn hér á landi hefur hækkað mikið að undanförnu, eins og flestir kannast við, en sömu sögu er reyndar að segja af fasteingamarkaðinum í Bandaríkjunum.
Þyngdar sinnar virði í gulli
Flestir kannast við orðatiltækið “að vera þyngdar sinnar virði í gulli” en sá málmur hefur löngum haft áhrif á gjörðir mannsins, bæði til góðs og ills. Miðað við kílóverð á gulli í dag, sem er um 860 þúsund krónur, fæst því að hús söngkonunnar sé andvirði um 96 kílóa gulls. Án þess að Greiningardeild ætli að leggja sérstakt mat á líkamlegt atgervi Britney Spears, sem nú er ófrísk, má því segja að ef hún á húsið skuldlaust geti hún slagað hátt í 100 kíló á meðgöngunni áður en hún missir þá stöðu að verða þyngdar sinnar virði í gulli.
Húmor hjá Rikka Daða og félögum.
Yehhhhh.....
<< Home