föstudagur, ágúst 29, 2008

Gló...

Ég fór á veitingastaðinn Gló í hádeginu í dag. Þetta var mín fyrsta ferð þangað, og alls ekki sú síðasta.

Ég fékk mér Thai sjávarréttarsúpu, gróft brauð með og sítrónuvatn. Ábót fylgir. Þetta var rosalega gott og verðið sanngjarnt, 1250 kall.

Þetta er huggulegur staður, þjónustan til fyrirmyndar og bara allt eins og best verður á kosið.

Einkunn: 9,5.

Efnisorð:

mánudagur, ágúst 25, 2008

Velvakandi...

Árið 1999 söng Selma eftirminnilega "All out of luck" í Jerúsalem, og landaði silfrinu. Guð blessi móðurina sem ól þá stúlku.

Merkilegra var þá að Daníel Traustason var henni til halds og traust og hreinlega dansaði hana uppí annað sætið með fimum sporum í matrix-síðum frakka.

Næsta vor er einmitt 10 ára afmæli frakkans, og hver veit nema hann verði dreginn fram á þeim tímamótum.

En á þessum tíma var ég á hápunkti velvakanda-skrifa minna. Ég skrifaði um mörg mikilvæg málefni, s.s. listadans á skautum, hundaskít, og dans. Hér er þessi mikilvæga grein.

Efnisorð:

miðvikudagur, ágúst 20, 2008

‘Inní mér syngur vitleysingur’ - Official Video

‘Inní mér syngur vitleysingur’ - Official Video


Á silfur-á
Lýsir allan heiminn og augun blá
Skera stjörnuhiminn
Ég óska mér og loka nú augunum
Já gerðu það, nú rætist saga
Ó nei

Á stjörnuhraða
Inni í hjarta springur, flugvélarbrak
Oní jörðu syngur
Ég óska mér og loka nú augunum
Já gerðu það, lágfara dans
Allt gleymist í smásmá stund og rætist samt
Opna augun
Ó nei

Minn besti vinur hverju sem dynur
Ég kyngi tári og anda hári
Illum látum, í faðmi grátum
Þegar að við hittumst
Þegar að við kyssumst
Varirnar brenndu, höldumst í hendur
Ég sé þig vakinn
Ég sé þig nakinn
Inní mér syngur vitleysingur
Alltaf þið vaða, við hlaupum hraðar
Allt verður smærra
Ég öskra hærra
Er er við aða, í burtu fara

Minn besti vinur hverju sem dynur
Illum látum, í faðmi grátum
Ég kyngi tári og anda hári
Þegar að við hittumst
Þegar að við kyssumst
Varirnar brenndu, höldumst í hendur
Ég sé þig vakinn
Ég sé þig nakinn
Inní mér syngur vitleysingur

Efnisorð:

Fimleikar...

Ég er búinn að fylgjast nokkuð vel með Ólympíuleikunum; handboltanum, körfunni, frjálsum, sundinu og fimleikum líka. Fimleikarnir voru ekkert rosalega skemmtilegir og engin snilli.

En hér eru tvær fimleikaæfingar uppá 10. Þetta eru ótrúlegar æfingar, sérstaklega sú seinni.





Fleiri frábærar klippur hér hjá Kottke.

Efnisorð:

Furðulegt fólk...

Þetta er alveg mögnuð grein.

via

fimmtudagur, ágúst 14, 2008

Hummer

Kolbrún segir allt of mikið vera
um það að fólk sveigi reglur til að
fá frí stæði. Með breytingunum
verði komið í veg fyrir það. Hún
er einnig mjög ánægð með að
hömlur verði settar á að ákveðnar
tegundir bifreiða fái kortin.

„Hummer er til dæmis of langur í
bílastæði í þessum þröngu götum
og tekur auk þess tvö slík. Ef við
ætlum að vera með miðborg með
nítjándu aldar götumynd þá er
ekki pláss fyrir svona bíla.“

Þetta segir framkvæmdastjóri bílastæðasjóðs. Heimild, forsíða 24 stunda í dag.

Hvað er hægt að segja um svona rugl?

Nú er ég enginn sérfræðingur í 19. aldar götumynd Reykjavíkur, en hvað er eiginlega verið að tala um mörg hús? Á Íslandi bjuggu að meðaltali 60.668 manns að á Íslandi á 19. öldinni, og voru líklegast flestir bændur eða sveitafólk. Segjum að 20 þús manns hafi búið í Reykjavík og þeir hafi byggt hús. Hvað ætli mörg þeirra standi enn? Ég skýt á 20 stykki.

Og það má ekki leggja hummer í miðbænum útaf þessum fokkings húsum. Það er langt síðan ég hef heyrt annað eins rugl.

Efnisorð: , ,

þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Sund

Núna er ég búinn að hjóla í vinnuna fjóra daga í röð. Þetta fer að detta í venju, og núna er ég byrjaður að synda líka.

Um daginn var ég nær dauða en lífi eftir að hafa synt 200 metra, en ég er allur að koma til. Í gær synti ég 300 metra og í morgun tók ég 500 metra.


Það er fínt að synda í Kópavogi.
Kópavogslaugin býður uppá 50 metra útilaug og 25 metra innilaug. Ég kann betur við mig inni. Það sem hefur breyst í síðustu skipti sem ég hef synt er að rythminn er betri, ég er kominn með sundgleraugu og núna syndi ég í Björn Borg sundbuxum. Stuttbuxur hægja full mikið á manni.

Ég er samt aðeins að stöggla með skriðsundið, en það kemur. Núna fókusa ég svona 90% á bringusund. En það er víst slæmt fyrir hnéð á mér, svo núna verð ég að fara að harka af mér.

Svo er skellt sér í pottinn og gufuna á eftir. Það er fátt betra. Ég ríf niður meðal-aldurinn, býð góðan daginn og hlusta á heitu-potta-speki.

Efnisorð: ,

Golf í dag...

... og það ekkert smá holl!

Hagnaðurinn, Biggington, Keðjan og Stiftamtmaðurinn.

Setbergið, 18:30.

Þetta verður eitthvað.

Efnisorð:

mánudagur, ágúst 11, 2008

Athyglisverð mynd....

Heimild.

Efnisorð:

föstudagur, ágúst 08, 2008

Hjólað í vinnuna - leiðbeiningar

Ég er byrjaður að hjóla aftur í vinnuna, og það á nýja vinnustaðinn. Það er hins vegar einn stór ókostur; það er ekki sturta í húsinu, þrátt fyrir að það sé splunkunýtt.

Þetta leysti ég með því að kaupa mér kort í sundlaug Kópavogs. Þetta kallar hins vegar á gífurlegt skipulag.

Dagur 1:
a) Ég hjóla úr Norðlingaholtinu í sundlaugina. Það tekur á bilinu 17-21 mínútu, eftir vindátt.
b) Jakkafötin, skyrta, skór, nærföt og sokkar eru í stórum bakpoka. Gott og vel. Ég sturta mig, fer í fötin og rölti uppí vinnu (4 mín labb).
c) Eftir vinnu skipti ég aftur um föt - uppí vinnu - fer í semi-illa-lyktandi íþróttafötin, skil jakkafötin eftir og skóna, tek með mér skyrtuna heim. Labba niðrí sundlaug og hjóla heim.

Dagur 2:
a) Núna er ég með jakkaföt og skó niðrí vinnu. Ég þarf því ekki að taka það með mér.
b) Hérna flækist hins vegar málið eilítið. Þar sem ég svitna á leiðinni, þá þarf ég föt til að fara í þegar ég labba úr sundlauginni og uppí vinnu. Það kallar líka á skópar, því ekki vil ég fara í illa lyktandi íþróttaskó í hreinum sokkunum. Það eru því þrjú skópör í gangi: íþróttaskór, ganga-á-milli-skór og vinnuskór. Einnig þarf ég hreina skyrta þar sem ég tók skyrtuna með mér heim á degi eitt. Þið haldið þræðinum.
c) Vinnudegi lýkur, skellt sér í semi-illa-lyktandi íþróttafötin, föt+skór eftir (nei, skór teknir með heim, brúðkaup á morgun), skyrtan og ganga-á-milli fötin tekin með heim.

Dagur 3 (mánudagur):
a) Dagur 2 myndi auðvitað ganga upp endalaust ef ég gæti alltaf verið í sömu fötunum. En það er viðbjóður.
b) Á mánudaginn þarf ég því að taka með mér ný jakkaföt (og auðvitað skóna sem ég tók með mér heim), fara í þeim á milli sundlaugar og vinnu, og taka svo "gömlu fötin" heim.
c) Þá er ég í rauninni aftur kominn á skipulag dags tvö.


Ég setti hraðamet á þessari leið í dag. Hjólaði þetta á rétt rúmum 17 mínútum, eða fjögur fyrstu lögin á með suð í eyrum plús rétt byrjunin á lagi fimm. Ég hugsa að þessi fjögur lög séu með því allra hressasta sem heyrist í tónlist í dag. Er til e-ð meira hressandi en Sigurrós?


**************

Golfblogg, bestu bloggin:

Ég spilaði Bakkakotið fyrir nokkrum dögum, í fyrsta sinn í mörg mörg ár. Kúkavöllur. Ég spilaði 9 holur, var ömurlegur, paraði samt þrjár og fékk einn fugl. Með í för var Ommidonna. Hann fór með sigur af hólmi, sanngjarnt. Ég náði hins vegar næstum því að gera þetta spennandi. Með þrjár holur eftir leiddi hann með þremur holum. Ég kláraði með par-fugl-par. Það dugði samt bara í eina holu til baka.

Á sunnudagsmorgun fór ég svo á Korpuna. Mót.
Ég/Óli vs. Ommidonna/Reynir handboltamarkmaður.
Það er skemmst frá því að segja að ég átti ekki eitt gott golfhögg á þessum 18 holum. Ekki eitt. Núll green í regulation. Núll pör. Óli var ekki mikið betri, en þó skömminni skárri.

Ommidonna og Reynir spiluðu hins vegar glimrandi vel og röðuðu inn punktunum. Öruggur sigur hjá þeim.

Efnisorð: ,

USA Basketball

RÚV sýnir eftirfarandi leiki með bandaríska landsliðinu í körfubolta:

Sunnudagur 10. Ágúst
14.10 Körfubolti karla, Kína-Bandaríkin beint

Fimmtudagur 14. Ágúst
12.35 Körfubolti karla USA – Grikkland 11.50-13.45, seinkað

Laugardagur 16. Ágúst
14.40 Körfubolti karla Spánn-USA seinkun 20-30 mín

Sjá nánar hér.

Efnisorð:

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Þríþraut...

Ég ákvað að skella mér í ræktina í kvöld, og bjó til þríþraut (hugsanlegt réttnefni gæti verið fjórþraut).

1) Hjólað úr Norðlingaholtinu í Laugar, vegalengd 8,7 km.
2) Hlaupið 3,5 km á hlaupabretti, tæpar 20 mín.
3) Synt 4 ferðir í lauginni, alls 200 metrar.
4) Hjólað til baka.



Það merkilega við þetta allt saman er að sundið var lang lang lang erfiðast.
Í gamla daga í skólasundinu var ég ágætur, náði fínum tímum og svona. En touchið var alveg farið og úthaldið ekkert. Svo var ég alltaf að hlífa hnénu á mér og gat ekki ákveðið mig hvort ég ætti að synda bringusund eða skriðsund. Skriðsundið er mun erfiðara, en ég hef á tilfinningunni að bringusund fokki upp á mér hnénu. Þarf að leita ráða með það.

En þetta var skemmtilegt.
Það er fyrir öllu.

Næst stefni ég á 5 km hlaup og 400 metra sund, og auðvitað 17,4 km hjólreiðar.

Efnisorð: ,

Góðar stundir...


Efnisorð: