mánudagur, ágúst 25, 2008

Velvakandi...

Árið 1999 söng Selma eftirminnilega "All out of luck" í Jerúsalem, og landaði silfrinu. Guð blessi móðurina sem ól þá stúlku.

Merkilegra var þá að Daníel Traustason var henni til halds og traust og hreinlega dansaði hana uppí annað sætið með fimum sporum í matrix-síðum frakka.

Næsta vor er einmitt 10 ára afmæli frakkans, og hver veit nema hann verði dreginn fram á þeim tímamótum.

En á þessum tíma var ég á hápunkti velvakanda-skrifa minna. Ég skrifaði um mörg mikilvæg málefni, s.s. listadans á skautum, hundaskít, og dans. Hér er þessi mikilvæga grein.

Efnisorð: