þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Sund

Núna er ég búinn að hjóla í vinnuna fjóra daga í röð. Þetta fer að detta í venju, og núna er ég byrjaður að synda líka.

Um daginn var ég nær dauða en lífi eftir að hafa synt 200 metra, en ég er allur að koma til. Í gær synti ég 300 metra og í morgun tók ég 500 metra.


Það er fínt að synda í Kópavogi.
Kópavogslaugin býður uppá 50 metra útilaug og 25 metra innilaug. Ég kann betur við mig inni. Það sem hefur breyst í síðustu skipti sem ég hef synt er að rythminn er betri, ég er kominn með sundgleraugu og núna syndi ég í Björn Borg sundbuxum. Stuttbuxur hægja full mikið á manni.

Ég er samt aðeins að stöggla með skriðsundið, en það kemur. Núna fókusa ég svona 90% á bringusund. En það er víst slæmt fyrir hnéð á mér, svo núna verð ég að fara að harka af mér.

Svo er skellt sér í pottinn og gufuna á eftir. Það er fátt betra. Ég ríf niður meðal-aldurinn, býð góðan daginn og hlusta á heitu-potta-speki.

Efnisorð: ,