mánudagur, október 29, 2007

Hver er maðurinn?

Á langferðum mínum fer ég oft í 'hver er maðurinn'? Þetta er klassískur leikur sem allir kunna.

Á dögunum var ég í Bandaríkjunum, og keyrðum við Óli þar rúmar 1400 mílur (2240 km). Til samanburðar er hringvegurinn 1339 km. Í þessum ferðum komu margir góðir upp. Má þar nefna: Stephen Saunders, Emilio Estevez, Shooter McGavin, Páfann og fleiri.

En erfiðasti 'hver er maðurinn' sem ég hef lent í er J.T. Walsh, blessuð sé minning hans. Biggington kom með hann. Við vorum að keyra heim eftir Sigurrósartónleika að Hálsi í Öxnadal, og J.T. var alveg bullandi erfiður, jafnvel eftir nokkrar vísbendingar (vísbendingar eru eingöngu notaðar þegar menn eru komnir í þrot). En svo small e-ð hjá mér og J.T. spratt fram. Ein af mínum stærstu stundum all time í 'hver er maðurinn'.

Í gær datt ég svo inná bók sem ég keypti mér nýlega: Hey! It´s That Guy. En þessi bók er einmitt skrifuð til minningar um engan annan en J.T. Walsh, konungs "Hey! It´s That Guy."


******************************

Svo mæli ég með þessu. Skellið á ykkur headphones, lokið augunum og hlustið. Nokkuð töff.

Efnisorð: , ,