miðvikudagur, október 03, 2007

Nöfn...

Frá því að ég man eftir mér hef ég verið að gefa fólki nöfn, þar með talið sjálfum mér. Ég er t.d. Hagnaðurinn, en ég er líka Hauger Woods og fleira. En ég þarf líka alltaf að vera einhver.

Eftir að gítarævintýrið hófst fór ég að velta fyrir mér mögulegum gítarnöfnum. Hvaða gítarspilari er ég?

Ég er Messi í fótbolta.
Ég er Kobe í körfu.
Ég er Pete Sampras í tennis.
Ég er Hauger í golfi.
... og lengi vel taldi ég mig vera Haullagher á gítarnum.

En ég er kominn með þetta. Ég er Haupflerinn! Hver annar gæti ég verið?

Efnisorð: