mánudagur, október 01, 2007

Myrtle Beach...

Við Óli erum á leið til Myrtle Beach eftir 4 daga.
10 daga golfferð framundan. Það er rétt, tíu dagar! Útskriftarferðir eiga að vera langar.

Hvað vitum við?
* Við fljúgum til Baltimore á föstudaginn og keyrum suður eftir (8 tíma keyrsla). Gistum væntanlega á leiðinni.
* Spilum á Wicked Stick á laugardaginn eftir hádegi.
* Veðurspáin er svona: 26-30 á celcíus.
* Við munum gista hjá Biggington sjálfum. Hann er í Coastal Carolina University, þaðan sem við Óli útskrifuðumst.
* Einnig munum við sækja Simma Sig og fjölskyldu heim. Hann er í MBA námi í Coastal. Það eru væntingar um brunch á sunnudag.
* Við munum spila á TPC Myrtle Beach á miðvikudaginn klukkan 08:44 am.
* Við ætlum að spila á World Tour vellinum, 27 holur.
* Líklega verður farið á fótbolta og football leik með Coastal liðunum. Ég spilaði fótbolta með Coastal á árunum 1999-2001.
* Við munum drekka nokkra bjóra.
* Borða nokkra hamborgara.
* Syngja nokkur lög í karaokí.
* Versla smá.
* Og fleira.

Ég hlakka ofboðslega mikið til.
Þetta er mín fyrsta golfferð, og mig grunar að þetta verði ekki sú síðasta.

Efnisorð: ,