Frábær ferð að baki. Þetta var golfferð - fyrst og fremst - skrifum því um golf.
Við Óli spiluðum 7 daga í röð. Aldrei áður hafði ég spilað svo mikið sem 2 daga í röð, þannig að þetta tók á. Hér er recap:
Laugardagur: Wicked Stick. Simmi og Biggi spiluðu með okkur, eða gegn okkur. Ryder - USA vs. Evrópu. Þeir tóku okkur með 2 punktum, en það var spenna allt fram á síðustu holu. Spilamennska almennt fremur slök, brautir blautar og grín erfið. Local verð = $50.
Sunnudagur: Indigo Creek. Biggi kom með okkur. Skins-leikur, 3 bjórar undir á hverja holu. Ég var að spila illa og kom illa útúr þessari keppni. Ágætis völlur. Verð = $60.
Mánudagur: Arrowhead. Ég bjó eitt sumar við þennan völl, og því var ég næstum á heimavelli. Spiluðum með tveimur pappakössum úr
SDGA golfskólanum. Þetta er glæsilegur 27 holu völlur. Ágætasta spilamennska á okkur þennan daginn. Local verð = $40.
Þriðjudagur: Shaftsbury Glen. Fáránlega erfiður völlur. Langur, öll grín upphækuð, varin með sandgryfjum, PGA pinnastaðsetningar, 30 stiga hiti. Þetta var bara spurning um að sleppa lifandi af vellinum. Verð = $75.
Miðvikudagur: TPC Myrtle Beach. Einn af þremur 5 stjörnu völlum í Karólina ríkjunum. Frábær völlur. Spilaði minn besta hring og var á 93 höggum. Special deal = $70.
Fimmtudagur: TPC aftur. Spilamennskan ögn verri, en engu að síður skemmtilegur hringur. Mill McKay, meðlimur í klúbbnum, spilaði með okkur.
Föstudagur: World Tour. Margar af frægustu golfholum heimsins á einum stað. Þetta var sko eitthvað. Önnur Ryder keppni, og aftur unnu heimamenn. Naumur sigur, en sigur.
Það tekur á að spila golf, ólíkt því sem margir halda, og að gera það 7 daga í röð í 25-30 stiga hita og sól er heilmikið púl, enda tók það mig svona hálfa mínútu að meðaltali að sofna, og það að meðaltali fyrir klukkan 23:00.
Golf er líka svona 75% andlegt. Fyrri hluta ferðarinnar var ég að dræva vel, en slá illa með járnum og pútta eins og blindur bavíani. Um miðbik ferðar var ég farinn að dræva frekar illa, slá mjög vel með járnum og pútta sæmilega. Undir lokin var svo dræverinn algjörlega úti í L-slæsi, járnin hingað og þangað, en púttin býsna góð. Svona er þetta stundum. Frábær íþrótt samt, þrátt fyrir mótlæti á stundum.
Kv,
Haukswood.
Efnisorð: Golf