mánudagur, apríl 30, 2007
sunnudagur, apríl 29, 2007
Fyrsta golfblogg ársins...
Þá er komið að því sem allir lesendur mínir hafa beðið eftir: Fyrsta golfblogg ársins.
Snemma í morgun var haldið lítið mót á Þorlákshafnarvelli, erfiðasta golfvelli alheimsins. Hauger Woods og Haukur Duval léku gegn Jesper Olevik og Bijay Swing. Punktur fyrir besta skor, punktur fyrir samanlagt og punktur fyrir fugl (reyndi ekki mikið á þessa síðustu reglu, en hún átti eftir að koma mikið við sögu).
Það var ekki boðið uppá hágæðsgolf í hávaðaroki, en við vorum allir að reyna. Olevik og Swing byrjuðu betur og áttu 3 punkta eftir 8 holur, og fóru að rífa kjaft. Eftir 9 holuna var allt jafnt, þrátt fyrir mótmæli Swing um hvort hann hafi verið out-of-bounds. Áfrýjun hans var hafnað af hinum skelegga lögfræðingi Duval.
Woods/Duval byrjuðu svo betur á seinni 9, en Olevik/Swing komu sterkir til baka, og höfðu náð öruggu forskoti eftir Snákinn, 13. holu vallarins og klárlega erfiðustu holu í heimi. Snákurinn glefsaði tvisvar sinnum í mig með eitri, en sem betur fer átti ég til móteitur.
Móteitrið kom á 16. braut, stuttri par 3. Olevik sló fyrstur, fallegt högg með 8 járni og Swing var langur. Duval sló næstur og var mjög stuttur. "Pressuhögg, úúúúú" heyrði ég óljóst frá áhorfendum. Ég steig upp og sló unaðslegt högg með 8 járni, 5 metra frá holu. Púttið setti ég svo ofaní, enda "var ekki mikið í því". Fugl. 3 punktar í heildina og forysta.
Olevik/Swing jöfnuðu á 17. holu og spennan í hámarki. Þegar hér er komið sögu vorum við búnir að leika í 5 klst og 15 mín.
18. holan var æsispennandi og réðist ekki fyrr en á síðasta pútti, sem Duval setti niður af um hálfs meters færi, fyrir pari. Öruggur sigur og áhorfendur trylltust.
Golfblogg, bestu bloggin.
Snemma í morgun var haldið lítið mót á Þorlákshafnarvelli, erfiðasta golfvelli alheimsins. Hauger Woods og Haukur Duval léku gegn Jesper Olevik og Bijay Swing. Punktur fyrir besta skor, punktur fyrir samanlagt og punktur fyrir fugl (reyndi ekki mikið á þessa síðustu reglu, en hún átti eftir að koma mikið við sögu).
Það var ekki boðið uppá hágæðsgolf í hávaðaroki, en við vorum allir að reyna. Olevik og Swing byrjuðu betur og áttu 3 punkta eftir 8 holur, og fóru að rífa kjaft. Eftir 9 holuna var allt jafnt, þrátt fyrir mótmæli Swing um hvort hann hafi verið out-of-bounds. Áfrýjun hans var hafnað af hinum skelegga lögfræðingi Duval.
Woods/Duval byrjuðu svo betur á seinni 9, en Olevik/Swing komu sterkir til baka, og höfðu náð öruggu forskoti eftir Snákinn, 13. holu vallarins og klárlega erfiðustu holu í heimi. Snákurinn glefsaði tvisvar sinnum í mig með eitri, en sem betur fer átti ég til móteitur.
Móteitrið kom á 16. braut, stuttri par 3. Olevik sló fyrstur, fallegt högg með 8 járni og Swing var langur. Duval sló næstur og var mjög stuttur. "Pressuhögg, úúúúú" heyrði ég óljóst frá áhorfendum. Ég steig upp og sló unaðslegt högg með 8 járni, 5 metra frá holu. Púttið setti ég svo ofaní, enda "var ekki mikið í því". Fugl. 3 punktar í heildina og forysta.
Olevik/Swing jöfnuðu á 17. holu og spennan í hámarki. Þegar hér er komið sögu vorum við búnir að leika í 5 klst og 15 mín.
18. holan var æsispennandi og réðist ekki fyrr en á síðasta pútti, sem Duval setti niður af um hálfs meters færi, fyrir pari. Öruggur sigur og áhorfendur trylltust.
Golfblogg, bestu bloggin.
Efnisorð: Golf
föstudagur, apríl 27, 2007
Sigur!
Það er rétt, Lakers unnu Suns í nótt í Game 3.
Ég vaknaði rétt fyrir 3, fékk mér smá djús og settist fyrir framan tölvuna. Staðan var 30-14, Suns í vil. Ég fór í háttinn. Það var því sérstök ánægja að sjá í morgun að Lakers (KB24) hafði rifið sig upp og tekið sólstrandargæjana í bakaríið. He took them to the bakery.
Sjá 45 stig frá meistaranum.
Næsti leikur er klukkan 19:30 á sunnudaginn. Must win aftur.
Ég vaknaði rétt fyrir 3, fékk mér smá djús og settist fyrir framan tölvuna. Staðan var 30-14, Suns í vil. Ég fór í háttinn. Það var því sérstök ánægja að sjá í morgun að Lakers (KB24) hafði rifið sig upp og tekið sólstrandargæjana í bakaríið. He took them to the bakery.
Sjá 45 stig frá meistaranum.
Næsti leikur er klukkan 19:30 á sunnudaginn. Must win aftur.
Efnisorð: NBA
fimmtudagur, apríl 26, 2007
Mótstreymi....
Liverpool máttu þola 1-0 tap á Stamford Bridge í gær. Sanngjarnt. Þetta var ekki nógu gott.
united lögðu Milan kvöldið áður, næstum sanngjarnt.
Lakers eru 0-2 undir gegn Suns og eru ekki líklegir til afreka.
Bulls eru 2-0 yfir gegn Miami.
Barcelona eru að gefa eftir, Real sækja á.
Napolí eru í rosalegri baráttu á Ítalíu.
What doesn´t kill you only makes you stronger!
united lögðu Milan kvöldið áður, næstum sanngjarnt.
Lakers eru 0-2 undir gegn Suns og eru ekki líklegir til afreka.
Bulls eru 2-0 yfir gegn Miami.
Barcelona eru að gefa eftir, Real sækja á.
Napolí eru í rosalegri baráttu á Ítalíu.
What doesn´t kill you only makes you stronger!
miðvikudagur, apríl 25, 2007
Hitamál - bestu pizzurnar...
Ég lét Ommadonna (WACC) hafa pítsu-uppskriftina mína á dögunum, og það sem meira er, þá leyfði ég honum að sjá mig að verki.
Síðan þá hefur hann tvisvar sinnum gert pítsu. Seinna skiptið var í gærkvöldi. Eftir að hafa slafrað í sig lummunni, þá fyllyrti hann að Ommadonna-pítsur væru betri en Hagnaðar-pítsur!!!
Ommidonna er á villigötum.
Það sem Ommidonna er ekki að átta sig á er að það er ekki það sama að vilja vel og að vera Fel. Ég er Fel.
Það er ekki nóg að kaupa Jóa Fel DVD-inn, hafa uppskriftina, og ætla svo að copy-a Felinn. Það virkar bara ekki þannig. Þetta er spurning um touch. Sorry Ommidonna.
Þú ert samt bestur í grilli.
Síðan þá hefur hann tvisvar sinnum gert pítsu. Seinna skiptið var í gærkvöldi. Eftir að hafa slafrað í sig lummunni, þá fyllyrti hann að Ommadonna-pítsur væru betri en Hagnaðar-pítsur!!!
Ommidonna er á villigötum.
Það sem Ommidonna er ekki að átta sig á er að það er ekki það sama að vilja vel og að vera Fel. Ég er Fel.
Það er ekki nóg að kaupa Jóa Fel DVD-inn, hafa uppskriftina, og ætla svo að copy-a Felinn. Það virkar bara ekki þannig. Þetta er spurning um touch. Sorry Ommidonna.
Þú ert samt bestur í grilli.
Efnisorð: Matur, Neytendamál
þriðjudagur, apríl 24, 2007
Hitamál - lið ársins í enska...
Gott og vel, 8 leikmenn manutd í liði ársins.
Pælingar:
1) Bæði Liverpool og Chelsea hafa fengið færri mörk á sig í deildinni í vetur, samt er öll varnarlínan + markvörður frá united.
2) Með bestu varnarmennina, hefur þá e-ð reynt að markmanninn?
3) Hvar er Essien, hvar er Carragher?
4) Eru leikmenn, en þeir völdu liðið, virkilega svona vitlausir?
5) Gary fokking Neville? --- come on!
Ég get varla skrifað þetta. Ég get það varla, en ég eiginlega verð. Þetta eru tveir afar slæmir kostir.
Áfram Chelsea.
Pælingar:
1) Bæði Liverpool og Chelsea hafa fengið færri mörk á sig í deildinni í vetur, samt er öll varnarlínan + markvörður frá united.
2) Með bestu varnarmennina, hefur þá e-ð reynt að markmanninn?
3) Hvar er Essien, hvar er Carragher?
4) Eru leikmenn, en þeir völdu liðið, virkilega svona vitlausir?
5) Gary fokking Neville? --- come on!
Ég get varla skrifað þetta. Ég get það varla, en ég eiginlega verð. Þetta eru tveir afar slæmir kostir.
Áfram Chelsea.
föstudagur, apríl 20, 2007
18 dagar, 7 símtöl... (uppfært)
Jæja þá.
Í dag eru 18 dagar síðan ég bað um að fá nettenginguna og símalínuna fluttar, hjá Vodafone. Tveimur dögum síðar var köttað á línuna í Brekkuselinu. Það var ekkert mál.
18 dögum síðar er staðan þessi:
- 2 sinnum var beiðnin rangt skráð inn
- 1 sinni fór ég í algjöran forgang (rúma vika síðan)
- 2 sinnum hafa þeir tekið niður númerið mitt og sagst ætla að kanna málið, en svo ekki hringt til baka
- það nýjasta er að fjöldi deilda hjá Símanum sé að tefja ferlið. Right.
Í morgun var lofað að hringja fyrir klukkan 14:00 í dag. Símtalið kom klukkan 14:03. Kannski ekki stórmál, en ég hóf að rita þessa færslu á slaginu 14:00, vegna pirrings.
Allavega, kurteis stúlka sagði að núna ætti að vera búið að tengja netið og símann. Kemur í ljós hvort það stendur. Ég óskaði auk þess eftir endurskoðun á reikningi mánaðarins (mér var ekki boðið það). Niðurstaðan var að mánaðargjald heimasíma var fellt niður og hálft mánaðargjald ADSL. Þetta var það minnsta sem þau gátu gert, og þau fá lítinn plús í kladdann.
Skítapakk.
Uppfært:
Núna eru komnir 21 dagur og 9 símtöl, og enn er netið ekki komið. Samkvæmt samtali við nethjálpina áðan, þá má búast við þessu eftir 2 daga, þrátt fyrir ítrekanir og forgang.
Skítapakk.
Í dag eru 18 dagar síðan ég bað um að fá nettenginguna og símalínuna fluttar, hjá Vodafone. Tveimur dögum síðar var köttað á línuna í Brekkuselinu. Það var ekkert mál.
18 dögum síðar er staðan þessi:
- 2 sinnum var beiðnin rangt skráð inn
- 1 sinni fór ég í algjöran forgang (rúma vika síðan)
- 2 sinnum hafa þeir tekið niður númerið mitt og sagst ætla að kanna málið, en svo ekki hringt til baka
- það nýjasta er að fjöldi deilda hjá Símanum sé að tefja ferlið. Right.
Í morgun var lofað að hringja fyrir klukkan 14:00 í dag. Símtalið kom klukkan 14:03. Kannski ekki stórmál, en ég hóf að rita þessa færslu á slaginu 14:00, vegna pirrings.
Allavega, kurteis stúlka sagði að núna ætti að vera búið að tengja netið og símann. Kemur í ljós hvort það stendur. Ég óskaði auk þess eftir endurskoðun á reikningi mánaðarins (mér var ekki boðið það). Niðurstaðan var að mánaðargjald heimasíma var fellt niður og hálft mánaðargjald ADSL. Þetta var það minnsta sem þau gátu gert, og þau fá lítinn plús í kladdann.
Skítapakk.
Uppfært:
Núna eru komnir 21 dagur og 9 símtöl, og enn er netið ekki komið. Samkvæmt samtali við nethjálpina áðan, þá má búast við þessu eftir 2 daga, þrátt fyrir ítrekanir og forgang.
Skítapakk.
Efnisorð: Neytendamál
miðvikudagur, apríl 18, 2007
Losers go home...
KR urðu Íslandsmeistarar í körfubolta á dögunum. Ég fylgdist með einvíginu í sjónvarpinu og hafði merkilega gaman af. Sérstaklega voru áhorfendur líflegir, og svo er alltaf gaman að hlusta á Svala Björgvinsson lýsa körfubolta.
Ég tók þá erfiðu ákvörðun að halda með KR.
Ég greini ekki alveg muninn á kúk og skít.
En það voru helst þessi ummæli Brynjars Björnssonar KR-ings um að "Losers go home" sem fóru í taugarnar á mér. Svona segja menn bara ekki, nema þeir séu þeim mun meiri hrokagikkir og vitleysingar.
"Losers go home and whine about doing their best, winners go home and screw the prom-Queen." - Sean Connery 'The Rock'
Ég tók þá erfiðu ákvörðun að halda með KR.
Ég greini ekki alveg muninn á kúk og skít.
En það voru helst þessi ummæli Brynjars Björnssonar KR-ings um að "Losers go home" sem fóru í taugarnar á mér. Svona segja menn bara ekki, nema þeir séu þeim mun meiri hrokagikkir og vitleysingar.
"Losers go home and whine about doing their best, winners go home and screw the prom-Queen." - Sean Connery 'The Rock'
Efnisorð: Íþróttir
þriðjudagur, apríl 17, 2007
Afmæli...
KMH varð 1. árs á laugardaginn. Stór stelpa.
Harpa gerir fyrsta árinu ágæt skil á sinni síðu.
Ég tók eina mína bestu "Fel-vakt" á föstudeginum, sem stóð frá 16:00 - 03:00. Á þessum tíma bakaði ég signature-kanilsnúða/pizzasnúða, muffins sem klúðruðust, 4 heita rétti, kanínuköku og Pó-köku.
Pó-kakan var gerð klukkan 02:00, og er eitt metnaðarfyllsta stykki sem ég hef ráðist í. Sérstaklega er erfitt að útbúa nefið. Einnig kallar það á sérstaka listræna hæfileika að blanda matarlitina rétt og ná fallegri áferð.
Þrátt fyrir glæsilega og bragðgóða þá var ekki borðað nema rétt um 1/3 af kökunni. Restin fór í ruslið í gærkvöldi.
Hvað kennir þetta okkur?
Jú, höldum okkur við signature-rétti, þeir klárast alltaf fyrst. Fólk vill brauð og/eða heita rétti. Kökur, og þá sérstaklega e-ð rjóma-gúmmílaði, tilheyrir síðustu öld.
Munið þetta.
Harpa gerir fyrsta árinu ágæt skil á sinni síðu.
Ég tók eina mína bestu "Fel-vakt" á föstudeginum, sem stóð frá 16:00 - 03:00. Á þessum tíma bakaði ég signature-kanilsnúða/pizzasnúða, muffins sem klúðruðust, 4 heita rétti, kanínuköku og Pó-köku.
Pó-kakan var gerð klukkan 02:00, og er eitt metnaðarfyllsta stykki sem ég hef ráðist í. Sérstaklega er erfitt að útbúa nefið. Einnig kallar það á sérstaka listræna hæfileika að blanda matarlitina rétt og ná fallegri áferð.
Þrátt fyrir glæsilega og bragðgóða þá var ekki borðað nema rétt um 1/3 af kökunni. Restin fór í ruslið í gærkvöldi.
Hvað kennir þetta okkur?
Jú, höldum okkur við signature-rétti, þeir klárast alltaf fyrst. Fólk vill brauð og/eða heita rétti. Kökur, og þá sérstaklega e-ð rjóma-gúmmílaði, tilheyrir síðustu öld.
Munið þetta.
Efnisorð: Daglegt líf, Matur, Neytendamál
fimmtudagur, apríl 12, 2007
Snoop Dogg slapp við fangelsi... EN...
..."var dæmdur til að afplána 800 stundir í samfélagsþjónustu".
Miðað við 40 tíma vinnuviku, þá gerir þetta 5 mánuði samfleytt.
Ég sé ekki alveg Snooparann fyrir mér að tína rusl eða skúra gólf í svona langan tíma. Nema ef vera skyldi að hann myndi sinna samfélagi hunda.
Miðað við 40 tíma vinnuviku, þá gerir þetta 5 mánuði samfleytt.
Ég sé ekki alveg Snooparann fyrir mér að tína rusl eða skúra gólf í svona langan tíma. Nema ef vera skyldi að hann myndi sinna samfélagi hunda.
Efnisorð: Fræga fólkið
þriðjudagur, apríl 10, 2007
Fluttur og netlaus...
... en það stendur allt til bóta.
Nýjustu mælingar:
Bjallavað - Hafnarstræti, door to door = 12,4 km.
Tími = 13 mín.
Nýjustu mælingar:
Bjallavað - Hafnarstræti, door to door = 12,4 km.
Tími = 13 mín.
Efnisorð: Daglegt líf, Mælingar
þriðjudagur, apríl 03, 2007
Hvað er ekki til?
Extraordinary Breastfeeding
Ég set semi-varúð miða á þetta video.
Þetta er hressilegra.
... og þetta? Þetta er rosalegt.
Ég set semi-varúð miða á þetta video.
Þetta er hressilegra.
... og þetta? Þetta er rosalegt.
sunnudagur, apríl 01, 2007
Neytendamál...
Neytendamál hafa verið mér hugleikin á þessari síðu. Það er mikilvægt að vera á tánum og gagnrýna það sem betur má fara.
Í dag rakst ég á gott neytendablogg. Þar er fjallað um nýlega hækkun á áskrift að Stöð 2. Ég tek undir þessa gagnrýni, hvert einasta orð. Stöð 2 er einfaldlega ekki nógu góð stöð til að verðskulda 5000 kr + á mánuði. Er t.d. til helgardagskrá á þessari stöð? Skítastöð.
Fyrir þá sem vilja horfa á þætti og bíómyndir á netinu má benda á eftirfarandi vefsíður.
Peekvid.
TV-links.
Stígum inní framtíðina.
Í dag rakst ég á gott neytendablogg. Þar er fjallað um nýlega hækkun á áskrift að Stöð 2. Ég tek undir þessa gagnrýni, hvert einasta orð. Stöð 2 er einfaldlega ekki nógu góð stöð til að verðskulda 5000 kr + á mánuði. Er t.d. til helgardagskrá á þessari stöð? Skítastöð.
Fyrir þá sem vilja horfa á þætti og bíómyndir á netinu má benda á eftirfarandi vefsíður.
Peekvid.
TV-links.
Stígum inní framtíðina.
Efnisorð: Neytendamál, Sjónvarp
Þjóðtrú...
Þá er loksins komið að því að flytja í Bjallavaðið. Formlegur flutningur mun eiga sér stað seinni partinn á miðvikudaginn. Dagsetningin, eða réttara sagt dagurinn, hefur valdið nokkrum deilum á heimilinu.
Harpa vill meina að við eigum að flytja á föstudegi (föstudagur til fjár), og vitnar þar til einhvers bulls úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. Ískaldir raunsæismenn eins og ég blása á svona kjaftæði.
Hvernig túlkum við t.d. "miðvikudagur til moldar?"
Mætti hugsanlega túlka það sem svo að ég verði rekinn úr bankanum og verði farinn að moka mold eftir 2 vikur? Allir skynsamir menn sem átti sig á orsök og afleiðingu sjá að það er ekkert vit í þessu.
Vilji menn, eða konur, bjóða fram krafta sína við burð á nokkrum hlutum, þá endilega skiljið eftir ummæli.
Takk.
Harpa vill meina að við eigum að flytja á föstudegi (föstudagur til fjár), og vitnar þar til einhvers bulls úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. Ískaldir raunsæismenn eins og ég blása á svona kjaftæði.
Hvernig túlkum við t.d. "miðvikudagur til moldar?"
Mætti hugsanlega túlka það sem svo að ég verði rekinn úr bankanum og verði farinn að moka mold eftir 2 vikur? Allir skynsamir menn sem átti sig á orsök og afleiðingu sjá að það er ekkert vit í þessu.
Vilji menn, eða konur, bjóða fram krafta sína við burð á nokkrum hlutum, þá endilega skiljið eftir ummæli.
Takk.
Efnisorð: Daglegt líf