föstudagur, apríl 20, 2007

18 dagar, 7 símtöl... (uppfært)

Jæja þá.
Í dag eru 18 dagar síðan ég bað um að fá nettenginguna og símalínuna fluttar, hjá Vodafone. Tveimur dögum síðar var köttað á línuna í Brekkuselinu. Það var ekkert mál.

18 dögum síðar er staðan þessi:
- 2 sinnum var beiðnin rangt skráð inn
- 1 sinni fór ég í algjöran forgang (rúma vika síðan)
- 2 sinnum hafa þeir tekið niður númerið mitt og sagst ætla að kanna málið, en svo ekki hringt til baka
- það nýjasta er að fjöldi deilda hjá Símanum sé að tefja ferlið. Right.

Í morgun var lofað að hringja fyrir klukkan 14:00 í dag. Símtalið kom klukkan 14:03. Kannski ekki stórmál, en ég hóf að rita þessa færslu á slaginu 14:00, vegna pirrings.

Allavega, kurteis stúlka sagði að núna ætti að vera búið að tengja netið og símann. Kemur í ljós hvort það stendur. Ég óskaði auk þess eftir endurskoðun á reikningi mánaðarins (mér var ekki boðið það). Niðurstaðan var að mánaðargjald heimasíma var fellt niður og hálft mánaðargjald ADSL. Þetta var það minnsta sem þau gátu gert, og þau fá lítinn plús í kladdann.

Skítapakk.

Uppfært:
Núna eru komnir 21 dagur og 9 símtöl, og enn er netið ekki komið. Samkvæmt samtali við nethjálpina áðan, þá má búast við þessu eftir 2 daga, þrátt fyrir ítrekanir og forgang.

Skítapakk.

Efnisorð: