sunnudagur, apríl 01, 2007

Þjóðtrú...

Þá er loksins komið að því að flytja í Bjallavaðið. Formlegur flutningur mun eiga sér stað seinni partinn á miðvikudaginn. Dagsetningin, eða réttara sagt dagurinn, hefur valdið nokkrum deilum á heimilinu.

Harpa vill meina að við eigum að flytja á föstudegi (föstudagur til fjár), og vitnar þar til einhvers bulls úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. Ískaldir raunsæismenn eins og ég blása á svona kjaftæði.

Hvernig túlkum við t.d. "miðvikudagur til moldar?"
Mætti hugsanlega túlka það sem svo að ég verði rekinn úr bankanum og verði farinn að moka mold eftir 2 vikur? Allir skynsamir menn sem átti sig á orsök og afleiðingu sjá að það er ekkert vit í þessu.

Vilji menn, eða konur, bjóða fram krafta sína við burð á nokkrum hlutum, þá endilega skiljið eftir ummæli.

Takk.

Efnisorð: