miðvikudagur, apríl 18, 2007

Losers go home...

KR urðu Íslandsmeistarar í körfubolta á dögunum. Ég fylgdist með einvíginu í sjónvarpinu og hafði merkilega gaman af. Sérstaklega voru áhorfendur líflegir, og svo er alltaf gaman að hlusta á Svala Björgvinsson lýsa körfubolta.

Ég tók þá erfiðu ákvörðun að halda með KR.
Ég greini ekki alveg muninn á kúk og skít.

En það voru helst þessi ummæli Brynjars Björnssonar KR-ings um að "Losers go home" sem fóru í taugarnar á mér. Svona segja menn bara ekki, nema þeir séu þeim mun meiri hrokagikkir og vitleysingar.

"Losers go home and whine about doing their best, winners go home and screw the prom-Queen." - Sean Connery 'The Rock'

Efnisorð: