laugardagur, desember 30, 2006

Keila...

Ég fór í keilu í gærkvöldi ásamt Myrtle Beach genginu svokallaða.

Skorið var ágætt, 141 og 146, og það þrátt fyrir að vera með frekar slaka kúlu.

Það er gaman í keilu.

Eftir keilu var svo skellt sér á Q-bar, en þar var drukkið ótæpilega fram eftir nóttu, dansað og sprellað, og reifað viðskiptahugmyndir, og ólíkt mörgum fyrri viðskiptahugmyndum af djamminu, þá hljómar þessi líka vel daginn eftir. Merkilegt. Meira síðar.

Efnisorð:

föstudagur, desember 29, 2006

Rocky Balboa

Bill Simmons skrifar marga skemmtilega pistla um íþróttir, og þá aðallega NBA deildina. Hann skrifar einnig um sitthvað fleira, t.d. nýju Rocky myndina. Þar segir m.a:


Most people were expecting an epic train wreck and ended up being pleasantly surprised (and relieved) that it wasn't an epic train wreck. That's going to artificially skew any opinion, right? I just can't shake the feeling that everyone who liked the movie was inadvertently grading it on a pronounced curve.

For instance, let's say you have an uncle who became involved with a former stripper who cheated on him, became addicted to crystal meth, kept stealing from him and eventually bankrupted him before she was arrested for trying to run him over with a car. It was such a bad experience that he didn't date anyone else for five years and he's been in therapy the entire time. Then he announces to the family that he's showing up for Christmas with his new girlfriend ... and everyone in the family is completely terrified because he's had such horrible taste with women. What happens? He shows up with a nice enough girl who's friendly and really seems to like him. Maybe she's a C-plus under normal circumstances, but given your uncle's history, she feels like an A-minus and nobody can stop talking about how nice she is. And that's what happened with this last Rocky movie.


If "Rocky V" was the crystal meth stripper, then "Rocky Balboa" was the C-plus girlfriend who felt like an A-minus.

Trailer!

Efnisorð:

fimmtudagur, desember 28, 2006

Office - bak við tjöldin...

Jájá, Jim og Karen bara byrjuð saman í real live!

Meira Office skúbb hér og hér.

Ætli Jim og Pam endi einhvern tímann saman?

Efnisorð:

föstudagur, desember 22, 2006

Hagnaðurinn óskar lesendum síðunnar gleðilegra jóla...

Posted by Picasa

Efnisorð:

John Daly...

... er skemmtilegur kylfingur!

Hann er ekki alveg þessi dæmigerði kylfingur, eins og sést í greininni:

Hann kom með látum inn í golfheiminn þegar hann vann PGA meistaramótið árið 1991. Þá vann hann Opna breska meistaramótið árið 1995 og hefur unnið fimm sinnum á mótaröðinni bandarísku, síðast árið 2004 á Buick boðsmótinu.

Hann hefur átt í vandamálum utan vallar, barist við spilafíkn, áfengi og tóbak. Í október síðastliðnum skildi hann við konu sína sem þrátt fyrir það var með Daly og börnunum á boðsmóti Tiger Woods um síðustu helgi.

„Við erum að vinna í okkar málum“ sagði Daly sem á þrjú misheppnuð hjónabönd að baki. „Við elskum hvort annað örlítið meira en við hötum hvort annað.“

Efnisorð:

Borat...

Er Borat skemmtileg?
Já, hún er góð, fyndin, stutt (80 mín), og bara mjög fín.

... mér finnst samt Ari Gold, Michael Scott og Dwight Schrute allir fyndnari en Borat.

Borat: Pamela! I no find you attractive anymore!... NOT!

Efnisorð:

Grái Kötturinn...

Ég skellti mér í morgunmat á Gráa Kettinum (Hverfisgötu 16) í morgun, 101 style.

Þar er þessi réttur, sem nefnist Trukkurinn. Þetta eru egg, beikon, pönnukökur, og gúmmílaði.
1500 kall, og ég þarf ekki að borða fyrr en á morgun!

... Grái Kötturinn > Herbalife

Efnisorð:

þriðjudagur, desember 19, 2006

Bestur í heimi?

Hér er skemmtileg grein um Kobe Bryant.

... when a man has a week in which he puts up 131 points, 25 rebounds and 22 assists over three games and starts the second overtime period of one of those games by dunking on a 7-foot-5 center who blocked eight shots that night, one game after drilling a well-guarded 24-footer after a stinging shot to the funny bone, it's time to give him some props. Most people can't even unscrew the lid of a bottle of hot sauce after something like that.

In the 13 Lakers wins he's played in, Bryant's averaging 21 shots per night. In the Lakers' eight losses, he's averaging 17.5 attempts. So for the first time since he was a rookie, the Lakers are better the more Kobe shoots.

Efnisorð:

Tapas barinn...

Ég er á leið á Tapas barinn annað kvöld ásamt góðu fólki. Ég er haldinn örlitlum valkvíða, en eins og staðan er núna þá verður þetta fyrir valinu:

Humar fiesta

Grillaðir, djúpsteiktir, hvítlauksbakaðir

og pönnusteiktir humarhalar

bornir fram með Saffransmjörsósu.


Hvernig er annars með þennan Domo stað? -- einhvers staðar sá ég góða dóma... getur einhver staðfest þetta?

Efnisorð:

Góð tónlist á hlaupabrettið?

Persónulega er ég mjög hrifinn af Road to Joy með Bright Eyes:

Þetta er topplag sem kemur mér í stuð, og reyndar öll platan.

Efnisorð: ,

laugardagur, desember 16, 2006

Fréttir...

Liverpool - Barcelona:
Þetta er eiginlega win-win situation, þó vissulega hefði verið gaman að sjá þessi lið í úrslitunum. Sóknarbolti á báða bóga (11 mörk í síðustu 3 leikjum tala sínu máli). Ég er þónokkur áhugamaður að kíkja á annan hvorn leikinn, ef einhver reddar miða á viðráðanlegu verði. Einhver?

Einhvers staðar heyrði ég fleygt að besta lið Evrópu myndi mæta Evrópumeisturunum!


Lakers - Kobe:
Bryant scored a season-high 53 points in a 112-101 double-overtime victory over the Houston Rockets on Friday night.

Þetta þykir varla fréttnæmt lengur.
Áhugaverð ummæli frá Phil Jackson:
``We had a couple baskets here and there from other guys as we went along, but I had to go to Kobe to get accomplished what we had to do in a win,'' Lakers coach Phil Jackson said.

Að lokum:
Áskorun til starfsmanns ÁTVR... hvaða rauðvíni mælirðu með til að hafa með kalkúninum um jólin?

Efnisorð: ,

fimmtudagur, desember 14, 2006

Þungunarpróf fæst gefins...


Clearblue þungunarpróf fæst gefins.

Það rennur út í apríl á næsta ári, en við Harpa þurfum þungunarpróf sem hefur endingartíma til apríl 2012.
Leiðbeiningar eru á íslensku.

Til gamans, þá er þetta sambærilegt þungunarpróf og Teri Bauer notaði í fyrstu þáttaröð 24. Blessuð sé minning hennar.

Efnisorð:

miðvikudagur, desember 13, 2006

Stríð...

Það er stríð á heimilinu!

Kristín María vann fyrstu orrustuna í gær eftir 2 tíma skæruhernað.

Orrustan tapaðist, en stríðið heldur áfram...

Posted by Picasa

Efnisorð:

þriðjudagur, desember 12, 2006

Afbragðs íþróttahelgi að baki...

Lakers vinna 2 leiki, og leiða Kyrrahafsriðilinn.

Liverpool vinnur 4-0, og kemst í 4.sæti deildarinnar.

Barcelona vinnur 1-0, og tryggir stöðu sína á toppnum.

Napolí ná góðu jafntefli á útivelli, og eru í bullandi toppslag.

... það mætti halda að ég hafi skrifað handrit að þessari helgi.

Og hér er moli: Luke Walton leiðir NBA deildina í 3-stiga hittni, með 56% (19/34).

Efnisorð: ,

Skítapakk, Ufsapakk, Hlussupakk...

Dr. Spock - Skítapakk

Hækkið í hátölurunum, þetta er alvöru rokk.

Efnisorð:

mánudagur, desember 11, 2006

Tennur...

Litli prakkarinn fékk sína fyrstu tönn síðastliðna nótt. Af því tilefni horfðum við saman á Stubbana í dag...

... Tinky Winky, Dipsy, Laa Laa, Po ...

 Posted by Picasa

Little Miss Sunshine...

Ég var að klára að horfa á þessa frábæru mynd, sem Katrín, a.k.a. Rugged, hafði mælt með. Sá einnig hér að hún var valin ein af 10 bestu myndum ársins. Ég varð því að fá hana lánaða og tjekka á henni.

Plot Outline: A family determined to get their young daughter into the finals of a beauty pageant take a cross-country trip in their VW bus.

Einnig: Steve Carell, a.ka. Michael Scott, leikur stórt hlutverk + Sufjan Stevens á 2 lög í myndinni.

Þetta er mynd sem kemur á óvart. Sex frábærir karakterar að ferðast í eldgömlum bíl frá Albaquerque til Los Angeles, með tilheyrandi ævintýrum og uppákomum. Frábærlega skrifuð, afbragðs leikur og bara lítil sæt mynd sem allir ættu að sjá.

Einkunn:
86,5/100 *

Efnisorð:

Taco Bell...

... er í viðskiptabanni hjá mér, og hefur verið lengi.

Í ljósi þess koma svona tíðindi mér ekkert á óvart.

Viðbjóður!

Efnisorð:

föstudagur, desember 08, 2006

Sleeper Cell...

Ég kláraði í gær að horfa á 1. seríu Sleeper Cell. Þetta eru þættir sem sýndir voru á Showtime stöðinni á síðasta ári, og Skjár Einn var þetta í sýningu í sumar.

Þetta er mini-series, 10 þættir, hver þáttur um 50 mínútur.

Ég mæli eindregið með þessum þáttum. Þeir eru vel skrifaðir, spennandi og hnitmiðaðir. Þeir fjallar í grófum dráttum um hryðjuverka-cellu í Los Angeles og áform þeirra um risavaxið hryðjuverk. En Darwyn (svarti gæinn lengst til hægri á myndinni) er undercover FBI agent sem á að bjarga málunum. Tekst honum það?

2. sería Sleeper Cell er á Showtime núna í desember, og samkvæmt Epguides þá eru þetta 8 þættir, byrjar núna á sunnudag og klárast eftir viku. Svona á þetta að vera. Keyra þetta í gegn.

Efnisorð:

Unicef...

Friðbjörn Orri hefur verið að skrifa soldið um Unicef og þróunaraðstoð að undanförnu. Ég hef sérstaklega gaman af síðunni hans, og er oftar en ekki sammála honum.

Sjá:
1
2
3
4
5

Maður spyr sig, eigum við að endurtaka e-ð svona þetta árið?

Efnisorð:

miðvikudagur, desember 06, 2006

Barcelona sterkir... (uppfært)

Barcelona unnu góðan sigur á semi-sprækum Þjóðverjum í gær.

Snilli Ronaldinho og breyttar reglur um rangstöðu, sem enginn skilur almennilega, urðu þess valdandi að Barca komst í 2-0 snemma, og gerði eiginlega útum leikinn.

Eiður átti líka eitt ansi gott múv í fyrri hálfleik, skaut svo í stöng áður en Djúlí Litli klúðraði fyrir opnu marki.

Núna er bara að vona að manutd detti út í kvöld, og þá verður þetta fullkomin fótboltavika.

... það er ekki úr vegi að benda mönnum á jólagjöfina í ár!

Uppfært: Nú hefur fengist staðfest að Ronaldo byrjaði að æfa dýfurnar mjög snemma.

Efnisorð:

mánudagur, desember 04, 2006

Étusjúkur...

Ég er búinn að troða í mig gífurlegu magni af mat og drykk að undanförnu.

Á föstudaginn fór ég ásamt vinnunni á jólahlaðborðið hjá Sigga Hall. Ágætt hlaðborð. Soldið öðruvísi en ég hef farið á áður, þar sem maturinn var borinn á borðið á bökkum. Síðan var skellt sér á hinn ofmetna Oliver, og þaðan á nýjan stað sem heitir Domo. Hann er víst í eigu sköllóttu tvíburanna af Skaganum. Slakur staður við fyrstu sýn, og Magga Stína ekki að gera sig sem DJ.

Á laugardaginn fórum við svo á Tapas barinn ásamt BK, Adda Jóns, Kidda Yo og þeirra betri helmingum. Staðurinn hefur aldrei verið betri. Frábær máltíð í skemmtilegum félagsskap.

Í hádeginu á sunnudaginn fórum við svo í brunch á Vox, Hotel Nordica. Að þessu sinni var boðið uppá jóla-brunch, sem var ekki alveg jafn gott og venjulegt brunch. Engu að síður mjög gott.

Helgin var svo kláruð í sveppa-kjúklingabringum að hætti hússins í Kleifarselinu.

... ég ætla að borða súpu og brauð í þessari viku.

Kveðja,
Hagnaðurinn

Efnisorð:

sunnudagur, desember 03, 2006

Lakers - Utah

Ég veðja gömlum, auglýsingalausum Fram-varabúningi sem merktur er "Haukur" að Utah mun hafa betur í þessu tveimur leikjum, samanlagt heima og heiman.


Leikur 1:
The Jazz rallied again, outscoring the Los Angeles Lakers by 12 in the final quarter and winning 114-108 Friday night to improve to an NBA-best 12-1.

Leikur 2:
Looking completely recovered from offseason knee surgery, Kobe Bryant scored a season-high 52 points in the Los Angeles Lakers' 132-102 rout of the Utah Jazz on Thursday night.

Samantekt:
Lakers: 240
Jazz: 216

Er búningurinn ekki örugglega númer 24, rétt eins og KOBE BRYANT??

Efnisorð: