mánudagur, desember 04, 2006

Étusjúkur...

Ég er búinn að troða í mig gífurlegu magni af mat og drykk að undanförnu.

Á föstudaginn fór ég ásamt vinnunni á jólahlaðborðið hjá Sigga Hall. Ágætt hlaðborð. Soldið öðruvísi en ég hef farið á áður, þar sem maturinn var borinn á borðið á bökkum. Síðan var skellt sér á hinn ofmetna Oliver, og þaðan á nýjan stað sem heitir Domo. Hann er víst í eigu sköllóttu tvíburanna af Skaganum. Slakur staður við fyrstu sýn, og Magga Stína ekki að gera sig sem DJ.

Á laugardaginn fórum við svo á Tapas barinn ásamt BK, Adda Jóns, Kidda Yo og þeirra betri helmingum. Staðurinn hefur aldrei verið betri. Frábær máltíð í skemmtilegum félagsskap.

Í hádeginu á sunnudaginn fórum við svo í brunch á Vox, Hotel Nordica. Að þessu sinni var boðið uppá jóla-brunch, sem var ekki alveg jafn gott og venjulegt brunch. Engu að síður mjög gott.

Helgin var svo kláruð í sveppa-kjúklingabringum að hætti hússins í Kleifarselinu.

... ég ætla að borða súpu og brauð í þessari viku.

Kveðja,
Hagnaðurinn

Efnisorð: