föstudagur, desember 08, 2006

Sleeper Cell...

Ég kláraði í gær að horfa á 1. seríu Sleeper Cell. Þetta eru þættir sem sýndir voru á Showtime stöðinni á síðasta ári, og Skjár Einn var þetta í sýningu í sumar.

Þetta er mini-series, 10 þættir, hver þáttur um 50 mínútur.

Ég mæli eindregið með þessum þáttum. Þeir eru vel skrifaðir, spennandi og hnitmiðaðir. Þeir fjallar í grófum dráttum um hryðjuverka-cellu í Los Angeles og áform þeirra um risavaxið hryðjuverk. En Darwyn (svarti gæinn lengst til hægri á myndinni) er undercover FBI agent sem á að bjarga málunum. Tekst honum það?

2. sería Sleeper Cell er á Showtime núna í desember, og samkvæmt Epguides þá eru þetta 8 þættir, byrjar núna á sunnudag og klárast eftir viku. Svona á þetta að vera. Keyra þetta í gegn.

Efnisorð: