John Daly...

Hann er ekki alveg þessi dæmigerði kylfingur, eins og sést í greininni:
Hann kom með látum inn í golfheiminn þegar hann vann PGA meistaramótið árið 1991. Þá vann hann Opna breska meistaramótið árið 1995 og hefur unnið fimm sinnum á mótaröðinni bandarísku, síðast árið 2004 á Buick boðsmótinu.
Hann hefur átt í vandamálum utan vallar, barist við spilafíkn, áfengi og tóbak. Í október síðastliðnum skildi hann við konu sína sem þrátt fyrir það var með Daly og börnunum á boðsmóti Tiger Woods um síðustu helgi.
„Við erum að vinna í okkar málum“ sagði Daly sem á þrjú misheppnuð hjónabönd að baki. „Við elskum hvort annað örlítið meira en við hötum hvort annað.“
Efnisorð: Golf
<< Home