þriðjudagur, september 12, 2006

Jömmí...

Sögur herma að Taco Bell sé að fara að opna í Hafnarfirðinum.

Taco Bell er einn af þeim veitingastöðum sem eru í viðskiptabanni hjá Hagnaðinum. Ástæðan fyrir þessu viðskiptabanni er viðbjóðslegur matur og skelfileg þjónusta. Fellur Taco Bell því í flokk með Pizza Hut, KFC og fleiri stöðum.

En þessir staðir eiga annað sameiginlegt, því þeir tilheyra allir Yum! Brands, Inc.

Ekki jömmí í mínum munni.
Meira svona Yakk.