mánudagur, október 31, 2005

NBA deildin er að byrja...

... og eitt af því sem vekur athygli þetta árið er nýtt dress-code fyrir leikmenn.

Svona kjánaskapur heyrir þá sögunni til:


Kjánaskapur borgar sig samt .... dæmin sanna það!

Gála?

Búin að sjá blaðið Sirkus?
Þar er einhver Brynja, sem er svona kvenkyns Gillznegger, og það sem meira er, þá þráir hún ekkert heitar en að líta út eins og Paris Hilton og sofa hjá Gillz.

Sjálf segir hún reyndar:
Jæja þá er Sirkus Rvk komið út...allt að verða vitlaust, Hilton dillandi bossanum á forsíðunni....og svona ef það skyldi nú ekki vera nóg til að blaðið seldist upp, var fyrirsögnin vægast sagt vafasöm!!! Þetta viðtal er náttla bara hneiksli frá upphafi til enda

Er engu blaði á Íslandi treystandi í dag?
Hér og Nú, Séð og Heyrt, DV, Fréttablaðið .... Mogginn ...

Þetta er samsæri.
Samsæri segi ég.

Hagnaðurinn

sunnudagur, október 30, 2005

San Francisco ferðasagan...

... er núna orðin 22 bls!

Þetta stefnir í að verða mín besta ferðasaga.
Hún fer að verða tilbúin.

Kveðja,
Hagnaðurinn

Helgin...

... byrjaði með látum. Á föstudaginn var haustferð í vinnunni. Ætluðum að fara á Nesjavelli og enda svo í villibráðarhlaðborði á Hótel Valhöll. Því var aflýst sökum veðurs.

Í staðinn var farið á barinn Salt-barinn og svo á Óðinsvé. Það var allt flæðandi í áfengi og mat. Nokkuð vel heppnað bara miðað við aðstæður.

________________________

Í gær var svo horft á fótbolta.
Liverpool unnu.
Chelsea unnu.
manutd töpuðu.

Niðurstaða:
Gleði = 2
Ógleði = 1

Kveðja,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, október 27, 2005

Prófkjörsmál...

Framboð Gísla litla Marteins og Villa þreytta Vill eru búin að hringja í mig. Taka svona stöðuna á mér. Ég sagði fátt, enda var þetta eins og að tala við símsvara.

Í gær hringdi hins vegar Júlíus Vífill Ingvarsson, frambjóðandi í annað sætið.

"Blessaður Haukur, Júlíus Vífill hérna."
"Ha, Júlíus hver" segi ég.

O.s.frv.

**********************

Mér fannst þetta töff hjá honum og hann fær stórt prik í kladdann minn. Stundum þarf ekki nema svona 'personal touch' til að heilla Hagnaðinn.

Svo er alltaf möguleikinn að einhver hafi verið að fíflast í mér. Ég efa það samt stórlega.

1. Gísli
2. Júlíus

Er það ekki bara?
Hagnaðurinn

Chelsea töpuðu í gær...

... og tilefni til að gleðjast.

Það gleður mig meira að sjá Chelsea tapa, heldur en að sjá Liverpool vinna. Er það skrítið?

Þrátt fyrir þetta segir Jose Morinjó að Chelsea hafi ekki tapað ('We didn't lose the game.')

Maðurinn er augljóslega fífl. Með svipaðri röksemdafærslu mætti segja að Liverpool hafi ekki orðið Evrópumeistarar! Er leikurinn þá ennþá í gangi eða?

Asnaskapur,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, október 26, 2005

NBA er að hefjast...

... og Lakers líta vel út. Það er von á góðu.

Fyrsti leikurinn er gegn Denver Hnetunum í Denver, á miðvikudaginn eftir viku.
Kobe Bryant þekkir Denver betur er aðrir leikmenn Lakers, enda var hann þar stóran hluta síðasta árs, að verja sig gegn sturlaðri konu.

Lakers liðið er búið að spila ágætalega á undirbúningstímabilinu og vinna 5 leiki en tapa 2. Kobe Bryant er auk þess að spila vel og liðið í heild sinni.

Bryant has had one of the best exhibition seasons in the NBA. He has taken to his new position at wing and is averaging 22.3 points in only 29.2 minutes and shooting 52.1 percent overall.

Bulls hafa hins vegar farið illa af stað, og er 3-4 þegar þetta er skrifað. Ekki er búist við miklu af Chicago liðinu á þessari leiktíð, nema ef vera skyldi White Sox en þeir eru svo gott sem búnir að vinna World Series. Körfuboltinn í Chicago er hins vegar dauður.

Spurning um að kasta fram spádómum hérna á næstunni.
Hér er einn:
MVP: Kobe Bryant!!!!

Kveðja,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, október 25, 2005

Sudoku

Ég er orðinn svo góður í Sudoku að það er bara kjánalegt.

Já, ég er líka orðinn svo hógvær að það er bara ansalegt.

Bölvuð veikindin

... svo gott sem á enda komin.

Ætla að drullu mér í vinnuna á morgun, enda fátt leiðinlegra en að hanga heima veikur.

***************************

Halloween var haldið hátíðlega á laugardaginn. Ég umbreytti mér í Kobe Bryant, þar sem ekki náðist að hafa samband við Baltasar Kormák í tíma. Ég var sannfærandi sem Kobe, og þurfti meira að segja að verja sjálfan mig á tímabili. Þetta var rólegt kvöld, enda farið að snúast uppí barnaskemmtun. Það er af sem áður var.
***************************
Kvennadagurinn var í gær.
Búist er við allt að 30% launaskriði meðal kvenna í nóvember.
Eða ekki.
Djöfull er ég hress,
Hagnaðurinn

mánudagur, október 24, 2005

Ælupest

Að vera með ælupest er vond skemmtun!!!

laugardagur, október 22, 2005

Spurningaþátturinn Spark

... hóf göngu sína í gær. Fram og Þróttur mættust. Daði Guðmundsson var meðal leikmanna Fram, auk fyrrverandi þjálfara liðsins.

Það er skemmst frá því að segja að þetta var hálf kómískur þáttur og alvaran ekki mikil hjá spyrlunum, en þeim mun alvarlegri voru keppendur. Hins vegar virtist fyrirfram ákveðið að Þróttur myndi vinna þessa viðureign, og gerði vinstri-græninginn og jafnaðarmaðurinn Stefán Pálsson Framari allt sem hann gat til að hafa leikinn sem jafnastan!!!

Þórhallur Dan átti samt moment kvöldsins í hraðaspurningunum til Framara:
Þórhallur: "Hversu marga Íslandsmeistaratitla hefur karlalið ÍBV unnið? Þrjá!!!"
Framarar: "Þrjá."

Þ.e.a.s. Þórhallur var svo æstur (eða slakur spyrill) að hann las upp svarið!!!!

Jæja, vonandi verður þetta skárra næst.

Kveðja,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, október 20, 2005

I´ve got a problem

Það er Halloween partý á laugardaginn, og ég er að spá í að vera Jack Bauer; hver annar?

Ég er að spá í þetta look hérna:



Neðri hluti:


Mig vantar sem sagt svona grænan jakka (með appelsínugulu innan í). Ef einhver á svona eða þekkir einhvern sem á svona, þá endilega hafa samband. Síminn er 820-6521

Einnig væri gott ef einhver gæti lánað 'skothelt' vesti, svarta hliðartösku og raunverulega gervibyssu.

Já, það er ekkert grín að fara í skónna hans Jack!!!

Hafið samband,
Hinn íslenski Jack Bauer

Kominn með miða á Sigurrós

Alls keypti ég 8 miða.
Þeim hefur verið ráðstafað svona:
Hagnaðurinn
Ommidonna
Ólafur Þ.
Atli + Erna
Daði + Heiða
?????

Ég er að gleyma einhverjum, eða þá að miðinn sé til sölu...

Aaaaa tjúúúú úúúúú,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, október 19, 2005

Miðakaupin á Mbl.is klikkuðu

Eitthvað virtust vera fáir miðar í stúkuna í þessari forsölu.

Almenn miðasala hefst á morgun. Núna eru allar klíku-klær úti.
Svona lítur stúkan út!

Væri fínt að fá sæti í röð 1-6, fyrir miðju.

Stay tuned.
Fullt miðaverð með miðagjaldi er 4.890 kr.

Kveðja,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, október 18, 2005

Heimsviðburður á Íslandi

Sigurrós spilar í höllinni þann 27.nóvember næstkomandi.

Forsala miða hefst á morgun:
(Click-ið á myndina ... þetta er auglýsing úr Mogganum í dag)


Ég er að spá... hverjir ætla að fara?
Stúka eða stæði?

mánudagur, október 17, 2005

Tæknileg vandamál

Leitarsíða ÁTVR liggur nú niðri. Unnið er að viðgerð. Má búast við að hún verði komin í lag fljótlega á næsta ári. Þetta er jú einu sinni ríkisbúlla og því ekki hægt að búast við góðri þjónustu.

Nema!

Ef hugmyndir Sjálfstæðismanna ná að ganga í gegn myndi þetta væntanlega breytast til muna. Allar áfengisverslanir myndu selja kaldan bjór. Jafnvel væri hægt að kaupa sér rauðvín með matnum á sunnudegi, úrvalið yrði betra og þjónustustigið hærra.

Munið:
X-D í næstu kosningum og öllum kosningum


Þetta var pólitískt innslag.
Síðar í vikunni mun ég fjalla um glæný frumvörp í skattamálum.

Hagnaðurinn; ekki bara Lakers, 24 og Sigurrós!!!!!

sunnudagur, október 16, 2005

Kvikmynd - vægi mikið

Í dag horfði ég á myndina 'Saga Ofbeldis'.

Leikstýrð af David Cronenberg, og er hans besta mynd skv. IMDB. Aðalhlutverkið leikur Íslandsvinurinn og kyntröllið Viggo.

Gott og vel.
Þetta er hnitmiðuð mynd; einungis 90 mín, sem telst lítið í dag. Það er ekkert bull og kjaftæði, heldur bara áhugaverð og spennandi uppbygging á djúsí sögu. Svo eru líka nokkur listileg ofbeldisatriði sem gleðja augað!

Þetta er engin 'bíó'mynd í þeirri merkingu (eins og Sin City og LOTR) og því vel hægt að downloada henni bara (eins og ég gerði) eða taka hana á video.

Einkunn og lýsingarorð:
Hnitmiðuð, flott, áhugaverð, sveitó, áhrifarík.
86/100*

Eitt af mínum uppáhalds 'kvótum'

I have missed more than 9000 shots in my career. I have lost almost 300 games. On 26 occasions I have been entrusted to take the game winning shot... and missed. And I have failed over and over and over again in my life. And that is why... I succeed.
- Michael Jordan

Viðauki:
Kobe Bryant er samt betri!

föstudagur, október 14, 2005

Oleee Ole Ole Oleee ... Oleee... Oleee


Manchester United hefur framlengt samninga við tvo af sínum yngri leikmönnum en þeir Darren Fletcher og John O'Shea hafa skrifað undir við félagið til ársins 2009.

Á myndinni sjást Darren og John faðma mig, Paul Scholes, og samgleðjast mér yfir þessum tíðindum.

Kveðja,
Mamud Faheen

fimmtudagur, október 13, 2005

Piparsveinninn

Ég fékk svo sterkan vandræðahroll þegar piparsveinninn kom inní rósar-afhendinguna, að ég ýtti ósjálfrátt á 'mute' takkann á fjarstýringunni.

Ég ákvað að gefa þessum þætti séns.
'I made a mistake.'
Þvílík hörmung!

Framvegis ætla ég að nýta fimmtudagskvöldin í eitthvað annað skemmtilegra, eins og að vaska upp eða þvo bílinn. Jafnvel lyfta lóðum!

Kveðja,
Hagnaðurinn

Nýr desktop ... Elin #2

Heysátan - besta lag um vinnuslys sem samið hefur verið

Heysátan
Höfðum þau hallí ró
En ég sló
Ég sló tún
Ég hef slegið fjandans nóg
En ég sló
Heysátan

Þá fer að fjúka út
Út í mó... (ég dró)
Heyvagn á Massey Ferguson
Því hann gaf undan
Og mér fótur rann
Andskotann

Ég varð undan
Og nú hvíli hér
Með beyglað der
Og sáttur halla nú höfði hér

2 bækur á náttborðinu

Annars vegar er það Angels & Demons eftir Dan Brown, höfund Da Vinci Code. Ég er kominn töluvert inní þessa bók og verð að segja að hún er bara ansi skemmtileg. Hún heldur mér allavega við efnið.

Hins vegar er það bókin Buffettology eftir Mary Buffett, fyrrverandi tengdadóttur fjárfestisins fræga, Warrens. Í þessari bók lýsur hún 'leyndarmálunum' á bakvið fjárfestingar meistarans, og svona þeirri aðferðafræði sem hann beitur. Nokkuð spennandi, en ekki alveg jafn spennandi og fyrri bókin.

********************

Eruði annars búin að sjá þessi viðtöl við Thelmu og systur hennar í Kastljósinu?
Þetta er nú með því allra klikkaðasta sem maður hefur heyrt!!!!

Kveðja,
Hagnaðurinn

mánudagur, október 10, 2005

Á döfinni

Það er skrítið að horfa á fréttatímana þessa dagana. Páll Magnús á rúv og Loginn á stöð 2. Svo er Tóti Gunn og Jóhanna frekjustelpa komin í þennan nýja kastljós þátt, en Svanna Hólm og Inga litla í íslandi í dag. Ég er einhverra hluta vegna hræddur um að stöð 2 sé að tapa þessari baráttu. Það kemur allt í ljós.

Sjit.... Jónína Ben komin í kastljósið.
Í hvaða grænu gluggatjöldum er konan?

Nenni ekki að hlusta á hana.
Skemmtilegra að hlusta á Popplagið í höllinni 3.júní 2001. Popplagið (untitled 8) er besta tónleikalag allra tíma.... "nú ætlum við að fá gestaspilara til að spila með okkur; Kristinn Sæmundsson, betur þekktur sem Kiddi í Hljómalind... hallelújah"

**********************************

Ég fór annars á árshátíð Landsans á laugardaginn. Það var mjög skemmtilegt. Maturinn frá Múlakaffi (Múlakaffi!!!) var reyndar ekki alveg að gera sig, en skemmtiatriðin voru ágæt, og þar stóðu Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds sig best.

1705 manns á svæðinu.
Geri aðrir betur.

**********************************

Heyrðu, svo var það Hótel Holt í hádeginu í dag!
Svona lagað hressir þegar skammdegið er að skella á. Fyrst stuttur fundur og svo matur.

Í forrétt var boðið uppá snigla, í aðalrétt var steiktur þorskur, og í eftirrétt ís með einhverju. Ég var ekki með orðabók til að skilja hvað ég væri að borða hverju sinni. Öllu saman skolað með einhverju besta hvítvíni sem ég hef smakkað.

Jömmí...

Kveðja,
Hagnaðurinn


ps.
Oddný: Ipod Nano bíður eftir þér
Stifti: Bob Dylan bíður eftir þér
Glæpon: Þynnkutöflurnar eru komnar. 240 stk! Ætti að duga til áramóta!!!!!!

laugardagur, október 08, 2005

Auglýsing!

Ég óska eftir að fá afnot af filmu-skanna, til að digitaliza 5 ljósmyndafilmur, ef einhver hefur aðgang að slíku.

Með fyrirfram þökk,
Hagnaðurinn

Tilviljun?

Ok, á meðan ég var í San Francisco vaknaði ég eiginlega aldrei á nóttunni til að fara að pissa og fá mér eitthvað smá í gogginn.

Samanber:
1) Ég vakna nánast allar nætur á milli 3 og 4. Ég fer fram og pizza. Svo fæ ég mér eina fernu af trópí eða vatnsglas og eitthvað sætt með, helst kanilsnúð ef ég á slíkt til. Á meðan ég borða þetta kíki ég í eitthvað dagblað eða tímarit. Ferðin tekur að jafnaði 5 mínútur.

Núna er ég kominn heim og fyrstu nóttina sem ég fæ eðlilegan svefn vakna ég klukkan 03:00 á slaginu. Þetta er náttúrulega eitthvað skrítið.

... skömmu síðar byrjaði Harpa að banka á vegginn og kalla e-ð. Ég spurði hana hvað gengi á. Þá var hún stödd á skemmtiferðaskipi í karabíska hafinu, og fólkið í næsta klefa var með of mikil læti!!!

Já krakkar, það getur verið skemmtilegt að vakna á nóttunni.

Kveðja,
Hagnaðurinn

föstudagur, október 07, 2005

Árshátíð á morgun...

... og átveislan heldur áfram!

EFTIRFARANDI VERÐUR SKÓFLAÐ Í SIG Á MORGUN

Forréttur
Gljáðir sjávarréttir í kampavínssósu með villisvepparísóttó

Aðalréttur
Dádýrasteik og kryddhjúpað lambafile með villibráðasósu, ofnbökuðum kartöflum og gljáðu grænmeti

Eftirréttur
Heimalagaður ís með súkkulaðisósu og fersku jarðaberi
Kaffi og koníak eða líkkjör

Hvítvín: ROSEMOUNT Chardonnay Sauvignon Blanc
Rauðvín : ROSEMOUNT Shiraz

Þetta er alvöru.
Kveðja,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, október 06, 2005

Tony Almeida

... er snúinn aftur!

Var á kunnuglegum slóðum, þar sem ég nam tölvufræði í Stanford háskólanum.

Þreyttur?
Já.

Auk þess var sett svokallað 'Kjallaramet' í USA-innkaupum!!!!

Jæja
Meira síðar,
Tony

þriðjudagur, október 04, 2005

Fran San

Kvedjur fra Appe budinni i San Francisco.

Heimkoma a fimmtudaginn.

Kv,
Hagnadurinn