mánudagur, október 10, 2005

Á döfinni

Það er skrítið að horfa á fréttatímana þessa dagana. Páll Magnús á rúv og Loginn á stöð 2. Svo er Tóti Gunn og Jóhanna frekjustelpa komin í þennan nýja kastljós þátt, en Svanna Hólm og Inga litla í íslandi í dag. Ég er einhverra hluta vegna hræddur um að stöð 2 sé að tapa þessari baráttu. Það kemur allt í ljós.

Sjit.... Jónína Ben komin í kastljósið.
Í hvaða grænu gluggatjöldum er konan?

Nenni ekki að hlusta á hana.
Skemmtilegra að hlusta á Popplagið í höllinni 3.júní 2001. Popplagið (untitled 8) er besta tónleikalag allra tíma.... "nú ætlum við að fá gestaspilara til að spila með okkur; Kristinn Sæmundsson, betur þekktur sem Kiddi í Hljómalind... hallelújah"

**********************************

Ég fór annars á árshátíð Landsans á laugardaginn. Það var mjög skemmtilegt. Maturinn frá Múlakaffi (Múlakaffi!!!) var reyndar ekki alveg að gera sig, en skemmtiatriðin voru ágæt, og þar stóðu Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds sig best.

1705 manns á svæðinu.
Geri aðrir betur.

**********************************

Heyrðu, svo var það Hótel Holt í hádeginu í dag!
Svona lagað hressir þegar skammdegið er að skella á. Fyrst stuttur fundur og svo matur.

Í forrétt var boðið uppá snigla, í aðalrétt var steiktur þorskur, og í eftirrétt ís með einhverju. Ég var ekki með orðabók til að skilja hvað ég væri að borða hverju sinni. Öllu saman skolað með einhverju besta hvítvíni sem ég hef smakkað.

Jömmí...

Kveðja,
Hagnaðurinn


ps.
Oddný: Ipod Nano bíður eftir þér
Stifti: Bob Dylan bíður eftir þér
Glæpon: Þynnkutöflurnar eru komnar. 240 stk! Ætti að duga til áramóta!!!!!!