mánudagur, október 17, 2005

Tæknileg vandamál

Leitarsíða ÁTVR liggur nú niðri. Unnið er að viðgerð. Má búast við að hún verði komin í lag fljótlega á næsta ári. Þetta er jú einu sinni ríkisbúlla og því ekki hægt að búast við góðri þjónustu.

Nema!

Ef hugmyndir Sjálfstæðismanna ná að ganga í gegn myndi þetta væntanlega breytast til muna. Allar áfengisverslanir myndu selja kaldan bjór. Jafnvel væri hægt að kaupa sér rauðvín með matnum á sunnudegi, úrvalið yrði betra og þjónustustigið hærra.

Munið:
X-D í næstu kosningum og öllum kosningum


Þetta var pólitískt innslag.
Síðar í vikunni mun ég fjalla um glæný frumvörp í skattamálum.

Hagnaðurinn; ekki bara Lakers, 24 og Sigurrós!!!!!