laugardagur, október 08, 2005

Tilviljun?

Ok, á meðan ég var í San Francisco vaknaði ég eiginlega aldrei á nóttunni til að fara að pissa og fá mér eitthvað smá í gogginn.

Samanber:
1) Ég vakna nánast allar nætur á milli 3 og 4. Ég fer fram og pizza. Svo fæ ég mér eina fernu af trópí eða vatnsglas og eitthvað sætt með, helst kanilsnúð ef ég á slíkt til. Á meðan ég borða þetta kíki ég í eitthvað dagblað eða tímarit. Ferðin tekur að jafnaði 5 mínútur.

Núna er ég kominn heim og fyrstu nóttina sem ég fæ eðlilegan svefn vakna ég klukkan 03:00 á slaginu. Þetta er náttúrulega eitthvað skrítið.

... skömmu síðar byrjaði Harpa að banka á vegginn og kalla e-ð. Ég spurði hana hvað gengi á. Þá var hún stödd á skemmtiferðaskipi í karabíska hafinu, og fólkið í næsta klefa var með of mikil læti!!!

Já krakkar, það getur verið skemmtilegt að vakna á nóttunni.

Kveðja,
Hagnaðurinn