fimmtudagur, október 27, 2005

Prófkjörsmál...

Framboð Gísla litla Marteins og Villa þreytta Vill eru búin að hringja í mig. Taka svona stöðuna á mér. Ég sagði fátt, enda var þetta eins og að tala við símsvara.

Í gær hringdi hins vegar Júlíus Vífill Ingvarsson, frambjóðandi í annað sætið.

"Blessaður Haukur, Júlíus Vífill hérna."
"Ha, Júlíus hver" segi ég.

O.s.frv.

**********************

Mér fannst þetta töff hjá honum og hann fær stórt prik í kladdann minn. Stundum þarf ekki nema svona 'personal touch' til að heilla Hagnaðinn.

Svo er alltaf möguleikinn að einhver hafi verið að fíflast í mér. Ég efa það samt stórlega.

1. Gísli
2. Júlíus

Er það ekki bara?
Hagnaðurinn