miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Úr Séð og Heyrt - um sumarstúlkuna 2005...

"Þessa dagana nemur stúlkan spænsku á Torrevieja á Spáni þar sem heitir sumarvindar leika við líkama hennar sem á vel við hitabeltisdýr sem hún segist vera"

Hitabeltisdýr????

Celeb...

Var að rölta suður Pósthússtrætið áðan...

... kemur ekki bara Joe Cocker fyrir hornið!!!

Gistir á 19-19....

Ég var einn á ferð og hef engar sannanir...
Hagnaðurinn

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Gísli Marteinn eða Villli Vill....

... þetta er nú auðvelt val.

Marteinninn tekur gamla skarfinn!
Já, er það ekki annars?

Hagnaðurinn

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Væntanlegur set-listi !!!!

Intro
Glósóli
Ný batterí
Svefn-g-englar
Sæglópur
Sé lest
Mílanó
Göng
Andvari
Vaka
Olsen Olsen
Hafsól
Njósnavélin
Viðrar vel til loftárása
Popplagið


















Við erum að tala um best of material.
Veit ekki alveg hvort ég hlakka meira til Viðrar Vel eða Popplagsins.

En eitt er á hreinu, sem Stiftamtmaðurinn benti á hér í commenti nýlega...
"[Sigurrós] Gera bara eitt betur en aðrar hljómsveitir - búa til betri tónlist."

Stuðkveðjur,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Sigurrósar tónleikar !!!!

Jæja krakkar,

Haldiði að ég hafi ekki bara verið að kaupa mér miða á tónleika með Sigurrós!!!!

.... í Oakland, California, 1.okt 2005 klukkan 8:00 pm að staðartíma !!!!!!!!!!!!!!

Vííííííííhaaaaaaaaa

mánudagur, ágúst 22, 2005

Golfblogg....

.... vegna fjölda áskorana kemur hér enn eitt golf-bloggið!

Fór og spilaði á Oddfellow vellinum í gær í miklu roki.
Held það hafi verið suð-suð-vestan 10 og skúrir í nágrenni.
Sá Grái var með í för.

Gerum langa sögu stutta:
48/51 = 99 högg
29 punktar
Hækkun... ný forgjöf = 18,2

Alveg ásættanlegt!

_________________________________

Skv DV í dag eiga Jón Ólafs og Hildur Vala í ástarsambandi !!!!!

Á maður að trúa þessu?
Hvað með Siggu Bein og feitu stelpuna úr Hveragerði.... geta þær ekki verið par???

Aaahhhh slúðrið,
Hagnaðurinn

laugardagur, ágúst 20, 2005

Ný tónlist....

Ég hef verið að ná mér í svolítið af nýrri tónlist undanfarna daga. Ýmislegt sem mig hefur langað í og einnig plötur sem hafa verið að fá frábæra dóma í erlendum tímaritum, sem og innlendir bloggarar hafa mælt með....

Hér er listinn:

1. Wilderness - Wilderness [2005]

2. The White Stripes - Get Behind Me Satan [2005]

3. The Magic Numbers - The Magic Numbers [2005]

4. Sufjan Stevens - Seven Swans [2004]

5. Sufjan Stevens - Illinois [2005]

6. Ryan Adams - Hearbreaker [2000]

7. Ryan Adams - Gold [2001]

8. Death Cab for Cutie - Plans [2005]

9. Madvillain - Madvillainy [2004]

10. M.I.A. - Arular [2005]

11. Kaiser Chiefs - Employment [2005]

12. Gwen Stefani - Love.angel.music.baby [2004]

13. Eels - Blinking Lights and Other Revelations [2005]

14. Kanye West - College Dropout [2004]

15. Clap Your Hands Say Yeah - Clap Your Hands Say Yeah [2005]

16. Bright Eyes - I´m Wide Awake, It´s Morning [2005]

17. Bloc Party - Silent Alarm [2005]

Nokkuð veglegt.
Núna er bara að byrja að hlusta. Hef mest verið í Sufjan Stevens og The Magic Numbers hingað til, og það er alger snilld!!!

_________________________________

17 diskar * 2200 kr. per disk = 37.400 kr. (Á Íslandi)
17 diskar * $12 per disk * 64 kr. per $ = 13.000 (Á Amazon)

Er skrítið að viðskiptahallinn sé í sögulegu hámarki????

Hagnaðarkveðja,
Hagnaðurinn

Liverpool...

... lögðu Sunderland fyrr í dag í tilþrifalitlum knattspyrnuleik. Sigurinn var öruggur, en ekkert sérstaklega sannfærandi.

Xabi Alonso var yfirburðamaður á vellinum og skoraði sigurmarkið.

Skemmtilegt að ég hafi selt hann í Fantasy liðinu mínu í gær, og keypt í staðinn Tim Cahill!!!

O jæja, ég er víst langtímafjárfestir....
Ég get ekki alltaf verið spámaður í eigin föðurlandi. Stundum þarf ég að vera spákona!

Kveðja,
Hagnaðurinn

föstudagur, ágúst 19, 2005

Stöðugleiki...

... þriðja edrú helgin í röð! Það er hressandi.

Kíki kannski lítillega á menningarnótt(dag) á morgun. Á reyndar eftir að skoða dagskránni til að finna eitthvað bitastætt, en það hlýtur eitthvað að vera spennandi. Landsbankinn er til að mynda með dagskrá sem ætti að vera áhugaverð.

___________________________

Annars lenti ég í 3.sæti á mótinu á fimmtudaginn.

Spilaði ágætlega. Enduðum á 3 yfir pari á Bakkakotinu. Það er reyndar léttasti völlur landsins, en alltaf gaman að vera í 'regulation' á nánast öllum brautum.

Snúðar og L'pool á morgun???
Hagnaðurinn

Ó(kynþokki)

Breski söngvarinn Peter Andre, sem í næsta mánuði ætlar að ganga að eiga fyrirsætuna Jordan, hefur opinberlega verið kosinn kynþokkaminnsti karlmaður í heimi.

Frá þessu greinir Ananova og hefur eftir tímaritinu Company, sem aftur gerði skoðanakönnun meðal lesenda sinna.

Konum þykir Andre minna aðlaðandi en Michael Jackson, Johnny Vegas, Wayne Rooney og Pete Doherty.
Á hinum enda listans var Brad Pitt.


Heimild

_______________________________________

Jordan, tilvonandi eiginkona Peter, hlýtur að toppa kvennalistann.

Ferða- , stuð- og helgarkveðja,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Golfmót í kvöld...

... ég er ekki frá því að ég hafi misst smá þvag áðan við tilhugsunina.
Svaf auk þess lítið í nótt, kannski 2-3 tíma.
Toppaði það svo með því að hella yfir 1/2 lítra af kóki.

Golf = spennandi íþrótt !!!!

Sigur- og baráttukveðjur úr miðbænum,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Birgir Gump....





















Þessi mynd er bara of fyndin til að vera sönn!!!!!

Hauger vs. Super Tiger Woods

Haldiði að Hauger hafi ekki bara unnið Super Tiger Woods í Tiger Woods 2003 í PS2 í gær... ég fékk fugl í bráðabana á meðan hann náði eingöngu pari....

Ég er að verða búinn að fullkomna þennan leik.
Spilaði t.d. 9 holur á 26 höggum í gær. Það er alveg fáránlegt. Þrír ernir!

Þarf núna að fara að redda fleiri leikjum.

Þessum kannski????
Svo fer þetta kvikindi að koma - - - ég mun verða 'dark' næstu vikur á eftir !

Kveðja,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Sýn...

... núna hef ég fjárfest í aðgangi að sjónvarpsstöðinni Sýn!

Fyrstu 3 mánuðirnir frítt, og svo 1990 kr á mánuði eftir það.
Þetta býðst þeim sem eru í OG1.

Í staðinn fæ ég NBA (Lakers), meistaradeildina (Lpool), Golf (Hauger), landsleiki, NFL, og bara fullt af drasli.

Nokkuð sanngjörn skipti myndi ég segja....
.... svo er bara að bíða eftir að enski boltinn detti inn!!!!

Verst að ég þori varla að hringja í þjónustuver Símans til að tjekka á stöðunni á þessu. Ég hef bara ekki þolinmæði í að bíða í einhverjar klst á línunni..

Ooo sei,
Hagnaðurinn

mánudagur, ágúst 15, 2005

Golfblogg....

... fór og spilaði á Garðavelli á Akranesi á laugardagsmorgun. Með í för voru Gunnar Sveinn Magnússon og Sigurður Óli Sigurðarson.

Leikurinn hófst stundvislega klukkan 9:10 am og var hamborgaratilboð undir !

Segja má að Hagnaðurinn hafi verið 'on fire' þennan morguninn og spilað langt yfir getu.

Ég spilaði fyrri 9 holurnar á 42 höggum; 3 pör og 6 skollar. Gífurlegur stöðugleiki. Auk þess kræktu 4 pútt.
Seinni 9 voru ekki jafn góðar; 1 par, 4 skollar og 4 skrambar. Alls gerði þetta 48 högg.
Final score var því 90 högg ... minn besti hringur!!!!!!
Fjöldi punkta = 41
Ný forgjöf = 18,1

Andstæðingar mínir léku báðir á 100 höggum.
Ég fékk því ágætis hamborgaratilboð á Skútunni Akranesi.

Það hressir golfið,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

When in Rome....

Ron Burgundy er ekki sá snjallasti:

Sound clip a

Sound clip b

HA HA HA HA HA

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Kall eða Kona ????

6 færslur í röð....

... án þess að fá eitt einasta comment.
Er ekki fordæmi fyrir slíku!

Haloscan er ekkert bilað, er það?

_____________________________________________

Annars eru Lakers búnir að losa sig við Brian Grant (sem er gott), eru að ræða við Derek Anderson (sem ég sat einu sinni hliðina á í mall-i í Charlotte), og signuðu Luke Walton (sem er athyglisverð ráðstöfun á fjármunum).

Eeeennnnn .... Hagnaðurinn (sá útlenski) hefur gengið til liðs við Lakers !!!! Sá heitir Laron Profit.....

Aaaaa tjúúúú úúúú,
Hagnaðurinn (sá eini sanni)

Ommi Donna...

... er kominn með link á sig hér til hliðar.

Hann er reyndar MANU maður, en við skulum gefa honum smá séns, enda nýorðinn faðir!

Stundir,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Fyndið...

Google Earth...

... er svo skemmtilegt forrit að mig langar að pissa í buxurnar.

Google Earth..

Mér líður svona eins og Chloe eða Edgar Stiles þegar ég fer að browsa jörðina.
"I need a satellite on downtown Reykjavík NOW!"
"I said NOW"

________________________________________________

Annars var ég að panta mér ferð til San Francisco í gær. Vikuferð í lok september. Meira um það síðar...

... hér er annars skemmtilegt ferðaplan.
Mig langar í svona ferð!

Oh jæja,
Hagnaðurinn

mánudagur, ágúst 08, 2005

TAKK...

.... hægt er að stream-a nýju Sigurrósar plötuna hérna...

Aaaaa tjúúúú úúúúú aaaa úúúúúú

Verði ykkur að góðu og takk fyrir...
Hagnaðurinn

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Helgin ... Lestin... (uppfært)

Tvær (þrjár) bíómyndir teknar fyrir:

a: Caddyshack
Þetta er mynd sem ég hef ætlað að horfa á lengi. Er búinn að eiga hana lengi, og lét nú loksins verða af því, enda gífurlega djúp lægð að fara yfir landið sem eyðilagði fyrirhugaðan golf-hring sunnudagsins.

Þetta er mjög skemmtileg mynd. Rodney Dangerfield fer á kostum. Aðrir skila sínu.
Glymrandi 80's fílingur.
"Ég mæli með þessari mynd" - Haugur Hagnaður
80/100*

b) Der Untergang (e. Downfall)
Eins og titillinn bendir til þá er þetta þýsk mynd. Hún fjallar um síðustu dagana í seinni heimsstyrjöldinni, þar sem við fylgjumst með mikilli örvæntingu sem grípur um sig meðal æðstu yfirmanna nasista.

Hitler er sérstaklega viðkvæmur á þessum tíma og þráðurinn stuttur!

Adolf Hitler: The war is lost... But if you think that I'll leave Berlin for that, you are sadly mistaken. I'd prefer to put a bullet in my head.


"Mynd sem allir verða að sjá" - Hagnaðurinn
90/100*

c) Hostage
Bruce Willis leikur löggu sem þarf að bjarga fjölskyldu sinni í einhverri asnalegustu mynd sem ég hef séð. Klisjurnar og bullið er með versta móti.

"Kvikmynd sem allir ættu að láta framhjá sér fara" - Hagnaðurinn

Þetta var ör-kvikmyndablogg,
Hagnaðurinn

föstudagur, ágúst 05, 2005

Golf og sænski (með litlu S-i)...

Spilaði 18 holur í gær að Kili ásamt Gráa og Pétri Sleggju.

Byrjaði vel og var einn yfir eftir þrjár. Þá fór eilítið að halla undan fæti, en ég datt samt ekki, þrátt fyrir 5 högg úr glompu.

Góður stöðugleiki í heildina, en þónokkur stöðnum.
Fimm tréð steady, sjö tréð á braut solid, brautar-járn oftast aðeins of stutt, stutta spilið í molum, púttin la la.

Fjöldi punkta 30.
Hækkun.
Ný forgjöf = 20,1


___________________________________________________________

Hvaða gel ætli hann noti???

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Fram...

... sigruðu FH í gær í ágætum leik.

FH voru sterkari aðilinn í svona 100 mínútur af 120. Í hinar 20 var jafnræði með liðunum.

Framarar voru hins vegar sterkari í vítaspyrnukeppninni, enda leikmenn liðsins með sérstaklega góðar taugar eftir áralanga fallbaráttu!

Ingvar, Viðar, Andri Fannar, Eggert skoruðu allir .... nema hvað!
Svíinn klikkaði, enda með asnalega klippingu...

Síðasti alvöru knattspyrnuleikurinn sem ég spilaði var bikarúrslitaleikurinn árið 2002 gegn Fylki. Við töpuðum þeim leik 2-0 að mig minnir. Minnistæðara var hversu asnalega klippingu ég hafði á höfðinu.

Skora ég á leikmenn Fram að reyna að toppa þessi fíflalæti.

Virðingarfyllst,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Steríótýpu-áhangendur enskra fótboltaliða...

... mér fannst þetta nokkuð sniðugt.

Góð lesning!

Liverpool
Liverpool maðurinn er á aldrinum 25-35 ára. Hann er fráskilin helgarpabbi sem býr í Breiðholti. Hann á gamla Liverpoolúlpu sem hann hatar ekki að nota. Í frístundum sínum spilar hann í utandeildinni en þess á milli horfir á Liverpool leiki. Hann drekkur bara Carlsberg því þá er hann að styðja sitt lið. Liverpoolmaðurinn er ekki feitur en samt með bumbu. Liverpool maðurinn hefur óbilandi trú á sínum mönnum og getur farið í taugarnar á öðrum mönnum.

.....
Hagnaðurinn

Fréttir...

... bandaríkjadalur kostar núna rétt rúmlega 63 krónur. Hefur hann ekki verið svona ódýr síðan um miðjan apríl. Margir gætu litið á þetta sem kauptækifæri. Hagnaðurinn gefur hins vegar ekki ráðgjöf, nema gegn greiðslu...

_______________________________________

... á leið minni til vinnu nú í morgun sá ég 2 skemmtiferðaskip; annað í Sundahöfn og hitt tæplega 1 km norð-norð-vestan af Aktu Taktu Skúlagötu. Leit hið síðarnefnda út eins og síðutogari.

Skemmtiferðaskip eiga að vera hvít, ekki svört.

_______________________________________

Spilaði 18 golfholur í gær að Kili í Mosfellsbæ.
Krækti í einn fugl, einhver pör, slatta af skollum, og svo einstaka prump.
Ég er að koma til eftir 920 millibara lægð....

Kveðja,
Hagnaðurinn

mánudagur, ágúst 01, 2005

Verslunarmannahelgin 2005...

Föstudagur:
Á föstudaginn fengum við góða vini í mat. Það voru þau Arna og sjálfur Stiftamtmaðurinn. Þau ganga stundum undir nafninu 'Parið'. Persónulega er ég ekki hrifinn af því nafni. Vonandi að það festist ekki við þau.

Það var þrírétta matseðill.
Í forrétt var boðið uppá bruchetta oregone italiano promodoro ollio. Rosalega gott.
Aðalrétturinn samanstóð af kjöti, grænmeti, kartöflu-gratín og allskonar gúmmílaði. Eldaði í rauninni hver fyrir sig á svona raqletti (stafsetning væntanlega röng).
Í eftirrétt höfðum við einhvern ís og jarðaber.

Nokkuð gott myndi ég segja.
Skolað niður með ítölsku rauðvíni og fleiru.
Að loknum mat var lífsgátan leyst.

************************************
Gestirnir yfirgáfu um miðnætti, enda spólgröð bæði tvö.

Þá kom smá svona twist í kvöldið, því við röltum í partý hér í hverfinu, nánar tiltekið Hálsaselinu. Þar voru saman komnar fullt af fyllibyttum, m.a. Danni og Krissi og Didda. Við héldum okkur þar til svona 2 am en þá fórum við heim. Nokkuð slakur og Harpa edrú.... en það var ekki langt í að það breyttist!!!!

______________________________________________

Laugardagur:
Ég fór í Smáralind og kíkti á útsölur. Svona 10.000 Íslendingar hafa fengið þessa sömu hugmynd. Bílastæðið pakkað. Það má gera ágætis kaup á útsölunum núna. Fínar skyrtur í Debenhams og góð útsala í Retro. Neytenda-blogg!

Um kvöldið fengum við svo aftur fólk í mat.
Að þessu sinni voru það Markús og Sofía (berist fram So-fíe). Markús er frændi minn sem hefur búið í Svíþjóð frá árinu 1989 og Sofía er sænsk kærasta hans til 12 ára.

Þau voru að koma í heimsókn í fyrsta sinn í Brekkuselið. Þegar fólk kemur í fyrsta sinn leggur Harpa sérstaka alúð við þrifin. Það er allt alveg tip-top. Allar myndir hornréttar. Öllu haganlega raðað. Svona létt Monica. Gott og vel. Það er alveg ágætt. Ég sé hins vegar alltaf um að þrífa gólfið og elda. Þetta er ákveðin sérhæfing sem ég hef innleitt á heimilið. Ég hef til dæmis aldrei þrifið klósettið á þeim 2 1/2 árum sem við höfum búið hérna. En hvað um það....

... að sjálfsögðu var boðið uppá Hagnaðar-pizzur. Hvað annað? Talandi um sérhæfingu!!!

Að þessu sinni fór ég gömlu leiðina. Ég gerði sem sagt 3 stórar pizzur; ólíkt nýju leiðinni þar sem hver og einn fær made-to-order pizzu. Pizzurnar tókust mjög vel, þó ég segi sjálfur frá. Það kom reyndar ekki á óvart þar sem ég lagði mig sérstaklega fram við að hafa þær sem allra bestar. Málið er nefnilega að hann Markús er menntaður bakari!!! Talandi um pressu......

************************************

Það var soldið stress fyrir þetta kvöld. Það hefur aldrei gerst að við höfum fengið erlendan gest í mat, og hvað þá sænskumælandi. Bæði ég og Harpa erum fötluð á norræn tungumál. Auk þess þekkti ég Markús (við erum systkinabörn) eiginlega bara ekki neitt. Þetta var því soldið eins og fá ókunnugt fólk í heimsókn. Svona nánast....

Áhyggjurnar voru hins vegar ástæðulausar.
Maturinn og kvöldið tókst bara frábærlega vel. Líklega eitt af betri kvöldum ársins. Jáááááá (Jón Ársæll).
Hér var allt flæðandi í áfengi... bjór, rauðvín, hvítvín, bolla, staup.

Harpa tók fljótlega forystuna í áfengisdrykkju og hélt henni út kvöldið. Hún var gífurlega hress og sjaldan eða aldrei hefur ein manneskja blandað saman íslensku, ensku og sænsku á jafn fagmannlegan og tilgerðarlausan hátt.

Seinna um kvöldið komu svo Danni, Krissi og Kristjana í heimsókn.

************************************
Um klukkan 1:30 am fórum við svo öll saman í bæinn. Það var gaman að þau gátu komið með okkur, enda fóru þau á Tunglið síðast þegar þau fóru á djammið í Reykjavík. Það eru líklegast 7 ár síðan.

Cafe Oliver varð fyrir valinu.
Alltaf röð á þeim stað, eða meira kannski ört-röð. Ein venjuleg röð, 2 VIP raðir, og svo ein frekjuröð. Bara gamla Hverfis-bars fyrirkomulagið. Sjálf komumst við inn með einhverri klíku, svo tæknilega séð flokkumst við með annarri af VIP röðunum.

Ég var að koma á þennan stað í fyrsta skipti.
Flottur staður. Góð tónlist, en alveg ógeðslega heitt þarna inni. Við erum að tala um Sahara hita. Ég hef reyndar aldrei komið í Sahara eyðimörkina, en ég get svona ímyndað mér hitann þar.

Já.
Þetta var kvöldið í svona stórum dráttum.
Gef því svona 96 í einkunn á skalanum 1-100.

______________________________________________
Fakk..
Þetta er orðið langt. Ég skrifa um sunnudaginn og fleira fljótlega....

Kær kveðja,
Hagnaðurinn